Kanye West hélt óhefðbundinn stuðningsmannafund Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 07:24 Þrátt fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við Donald Trump áður hefur Kanye West gefið það út að hann muni bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05