Sjúkraliðar sækja fram! Sandra B. Franks skrifar 20. júlí 2020 09:48 Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar