Sjúkraliðar sækja fram! Sandra B. Franks skrifar 20. júlí 2020 09:48 Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar