Sjúkraliðar sækja fram! Sandra B. Franks skrifar 20. júlí 2020 09:48 Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun