Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 15:23 Gamli Herjólfur mun sigla á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira