Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 08:00 Ólöf segir að Korta hafi ekki greitt fyrirtæki hennar, Vogafjósi, yfir fimmtán milljónir sem komið hafi í kreditkortafærslum frá því í lok maí. Facebook/Vogafjós - Getty Einn eigenda ferðaþjónustunnar Vogafjóss í Mývatnssveit segir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hafa haldið eftir nær öllum kreditkortagreiðslum til fyrirtækisins frá því að staðurinn opnaði að nýju eftir lokun hans vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins tvær greiðslur hafi borist frá því í lok maí en að Korta hafi ekki greitt Vogafjósi yfir fimmtán milljónir fyrir veitta þjónustu. „Á meðan fyrirtækið mitt er að reka sig á yfirdrætti í bankanum með tilheyrandi vöxtum þá segir [Korta] mér að þessir fjármunir séu vaxtalausir. Þeir fara fram á að fá upplýsingar úr mínu kerfi um hversu mikið hefur verið greitt til fyrirtækisins vegna óendurgreiðanlegra bókana þar sem ekki sé búið að nýta gistinguna. Ég neitaði því, ég sagði það að ég myndi ekki láta upplýsingar úr mínu kerfi til þriðja aðila,“ segir Ólöf Þórelfur Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, í samtali við fréttastofu. Vogafjós er að sögn Ólafar með samning við Korta sem segir til um að Korta greiði dagleg söluuppgjör. Við það hafi Korta hins vegar ekki staðið. „Þeir hafa ekki borgað mér,“ segir Ólöf. „Korta greiddi mínu fyrirtæki, eftir að við opnuðum í lok maí, ekki kreditkortagreiðslur fyrr en 7. júlí. Síðasta greiðslan fyrir það kom 12. mars og í dag hafa þeir ekki greitt okkur yfir fimmtán milljónir.“ „Við fengum lögfræðing okkur til aðstoðar og eftir símtöl, umbeðnar upplýsingar um fyrirframgreiðslur og bréfaskrif, greiddu þeir hluta af upphæðinni síðastliðinn föstudag. Samkvæmt pósti frá Korta kemur fram að þeir ætli að borga samkvæmt gildandi samningi en ekki bólar á greiðslum vegna kreditkortagreiðslna helgarinnar,“ segir Ólöf. Einu tekjurnar núna séu vegna veittrar þjónustu Ólöf segir að hún hafi haft samband við þá gesti sem bókað höfðu gistingu án möguleika á endurgreiðslu og boðið þeim inneign hjá Vogafjósi sem gildi í að lágmarki ár og mest þrjú ár ef gestir fari fram á það. „Mjög margir eru þegar búnir að bóka aftur á næsta ári og þessu var almennt mjög vel tekið. Við ákváðum að fara þessa leið með þessar bókanir sem eiga samkvæmt skilmálum að vera óendurgreiðanlegar.“ Þá hafi Korta sent henni bréf á miðvikudaginn síðastliðinn þar sem henni var greint frá því að Vogafjósi yrðu greiddar daglegar kreditkortafærslur samkvæmt samningi frá og með miðvikudeginum 15. júlí. Ein greiðsla hafi komið inn föstudaginn 17. júlí en svo ekki aftur. Lögmaður Ólafar og sex annarra ferðaþjónustufyrirtækja, Gunnar Ingi Jóhannsson, hefur sent inn erindi til Fjármálaeftirlitsins þess efnis hvort viðskiptahættirnir séu eðlilegir - það er að segja að greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta í þessu tilviki, geti haldið fjármunum sem eru í eigu fyrirtækisins og sem koma inn vegna veittrar þjónustu. Að sögn Gunnars hafa engin svör borist frá Fjármálaeftirlitinu. „Maður spyr sig bara hvort það séu eðlilegir viðskiptahættir,“ segir Ólöf. Vogafjós í Mývatnssveit.Vogafjós „Allir peningar sem eru að koma inn núna eru ekki vegna óendurgreiðanlegra bókanna eða fyrirframsölu heldur eru vegna sölu á staðnum og veittrar þjónustu,“ segir Ólöf. „Þegar við opnum aftur fara að koma inn tekjur, þeir greiða fyrir debetkortagreiðslurnar en ekki fyrir kreditkortagreiðslurnar. Ekki eina krónu, þó að öll sú sala sé fyrir veitta þjónustu.“ Hyggst kæra Korta „Það er auðvitað ótækt að fyrirtækin fái ekki greitt samkvæmt samningi og þeir haldi bara peningum sem eru fyrir veitta þjónustu. Það er verið að kaupa inn aðföng og það þarf að greiða fólki laun en við fáum ekkert greitt fyrir þetta.“ Ef að Fjármálaeftirlitið kemst að því að þetta eru óeðlilegir viðskiptahættir, munið þið kæra þetta? „Já, ég held það. Ef þetta er ekki löglegt þá mun ég kæra fyrir þjófnað. Það er alveg klárt. Er það ekki eðlilegt ef það er verið að fara ólöglegar leiðir?“ Ólöf fullyrðir að Korta hafi ekki tapað einni einustu krónu vegna krafa um endurgreiðslur hjá hennar fyrirtæki og það komi Korta ekki til með að gera. „Mér finnst þetta ótrúlega óheiðarlegir viðskiptahættir og ég vil ekki taka þátt í svona. Sjö fyrirtæki í vandræðum með Korta Að sögn Sölva Arnarssonar, stjórnarformanns Félags ferðaþjónustubænda, hafa minnst sjö fyrirtæki sem eru í félaginu og eru í viðskiptum við Korta lent í svipuðum vandræðum. Korta neiti að greiða út kreditkortafærslur nema það fái að skoða bókhald fyrirtækjanna. Kortaþjónustan hefur ítrekað vísað í áhættumat sem að sögn Gunnars Inga, lögmanns, getur ekki staðist.Korta Hann segir það grafalvarlegt mál að kortafyrirtæki geti haldið aftur greiðslu og að greiðslurnar sem haldið sé aftur hlaupi á milljónum króna. Hann skilji vel að Ólöfu þyki viðskiptin „hálfgert rán.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður, segir í samtali við fréttastofu að í þeirra augum séu viðskiptahættirnir ólögmætir. „Ég hef svo sem gert ráð fyrir því að sú staða geti komið upp að færsluhirðar eins og Korta þurfi að endurgreiða einhverjum sem eru búnir að greiða fyrir einhverja þjónustu en fá hana ekki. Heimildir eru hins vegar verulegum takmörkunum háðar og hafa þessar spurningar komið núna upp í tengslum við Covid-19. Stóru kortafyrirtækin, MasterCard og Visa, hafa skilgreint í hvaða tilvikum korthafar hafa rétta á þessum endurgreiðslum.“ Korta hafi hins vegar tekið þá afstöðu að endurgreiða þurfi hverja einustu slíku færslu hjá sínum viðskiptavinum og miðað sé við hjá Korta að öll fyrirtækin sem eru í viðskiptum við þá fari hugsanlega á hausinn á næstunni. „Þeir hafa tekið því sem næst alla peninga sem þessi fyrirtæki hafa rétt á vegna þessarar þjónustu sem þau hafa selt sem hefur auðvitað aukið á erfiðleika þessara fyrirtækja.“ Korta geri engan greinarmun á hvort þjónusta hafi verið veitt eða ekki Korta vísi til áhættumats sem það hafi gert. Áhættumatið fái hins vegar enginn að sjá og enginn viti hvernig áhættan sé metin. Þá hafi engar raunhæfar skýringar að mati Gunnars verið gefnar á matinu. „Þetta eru fyrirtæki sem eru ekkert á leiðinni í þrot og það hefur ekki verið um neinar endurgreiðslur að ræða hjá þessum fyrirtækjum. Endurgreiðslurnar má kannski telja í tugþúsundunum en það má telja þetta í milljónum eða tugmilljónum, það sem Kortaþjónustan heldur eftir. Þannig að við teljum bara að þetta séu óréttmætir viðskiptahættir sem geti varla samræmst lögum.“ Rök Korta séu þau að greiðsluþjónustan þurfi að taka tryggingu til hliðar komi sú staða upp að endurgreiða þurfi viðskiptavinum fyrir þjónustu sem greitt hefur verið fyrir en hafi ekki verið veitt. Enginn greinarmunur sé hins vegar gerður á hvort kreditkortafærslurnar eigi við um þjónustu sem þegar hafi verið veitt eða ekki. „Eins tekur þetta til bókana sem bókaðar eru með skilmálum um það að þær séu óendurgreiðanlegar. Þá er það alveg sama og það er ódýrari bókun fyrir viðskiptavini. Þeim er bara alveg sama, þeir gera engan greinarmun á því.“ Haldi peningum frá söluaðilum og endurgreiði ekki viðskiptavinum „Síðan er það hitt, það er mjög sérstakt að fólk sem átti pantað flug til dæmis með Icelandair í apríl, það er ekki enn búið að fá endurgreitt fyrir flug sem var ekki farið í og þá hefði maður haldið að fólk gæti snúið sér að þessum færsluhirðum, eins og þeir eru að segja að þeir þurfi að endurgreiða svona þjónustu sem er búið að kaupa en er ekki veitt. Þá kemur í ljós þegar á reynir að þá vilja þeir heldur ekki endurgreiða viðskiptavinum sem telja sig eiga rétt á því,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson, fyrirtækjanna sem hafa lent í vandræðum með viðskipti sín við Korta.mynd/stöð2 „Þannig að þeir eru bæði að halda peningum frá söluaðilum og eru ekki að endurgreiða viðskiptavinum. Þannig að peningurinn safnast bara upp, væntanlega einhver hundruð milljóna, á reikningum hjá þessum kortafyrirtækjum og svo ætla þeir væntanlega ekki að borga neina vexti af þessu heldur. Þetta lítur út eins og þeir séu bara að fjármagna sjálfa sig í gegn um ástandið en þó er það þannig að Kortaþjónustan er lang verst í þessu, hin fyrirtækin hafa ekki kvartað undan Borgun og Visa.“ Geti ekki staðist að áhættan sé hundrað prósent Eins og áður kom fram hefur Korta gert kröfu til fyrirtækja, eins og Vogafjóss, að fá aðgang að upplýsingum þeirra um það hvort kreditkortagreiðslurnar eigi við um veitta þjónustu eða ekki. „Ég er hins vegar með aðila sem hefur veitt þeim góðfúslega allar þessar upplýsingar en það breytir engu. Það virðist ekki breyta neinu, þeir sem hafa látið þá fá þessar upplýsingar og hafa látið þá fá upplýsingar um sín fjárhagsmálefni og sýnt að þeir séu vel fjármagnaðir og séu í góðum rekstri, það hefur ekki leitt til þess að Kortaþjónustan [greiði út],“ segir Gunnar. „Korta þjónustan hefur samt ákveðið að halda eftir og vísa í áhættumat. Þá hefur verið óskað eftir þessu áhættumati, að fá að sjá það, en það er ekki hægt þannig að það virðist ekki einu sinni vera til.“ Í því tilviki hafi Korta sagt að áhættumatið sem gert hafi verið á grundvelli þeirra gagna sem þeir hafi borist frá því fyrirtæki hafi leitt til að áhættumatið hafi verið óbreytt og hafi Korta því ákveðið að halda eftir öllum greiðslum. „Ég geri ráð fyrir því að áhættumatið sem þeir gera, það leiði til þeirrar niðurstöðu að það er ekkert sérstaklega mikil áhætta á ferðinni fyrir færsluhirðinn en þeir meðhöndli þetta eins og þeir þurfi að endurgreiða hundrað prósent allar slíkar bókanir. Þannig að áhættan sé hundrað prósent. Það getur bara ekki staðist.“ Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21 Sigurður Ingvar til KORTA Sigurður Ingvar Ámundason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs KORTA. 9. júní 2020 09:56 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Einn eigenda ferðaþjónustunnar Vogafjóss í Mývatnssveit segir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hafa haldið eftir nær öllum kreditkortagreiðslum til fyrirtækisins frá því að staðurinn opnaði að nýju eftir lokun hans vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins tvær greiðslur hafi borist frá því í lok maí en að Korta hafi ekki greitt Vogafjósi yfir fimmtán milljónir fyrir veitta þjónustu. „Á meðan fyrirtækið mitt er að reka sig á yfirdrætti í bankanum með tilheyrandi vöxtum þá segir [Korta] mér að þessir fjármunir séu vaxtalausir. Þeir fara fram á að fá upplýsingar úr mínu kerfi um hversu mikið hefur verið greitt til fyrirtækisins vegna óendurgreiðanlegra bókana þar sem ekki sé búið að nýta gistinguna. Ég neitaði því, ég sagði það að ég myndi ekki láta upplýsingar úr mínu kerfi til þriðja aðila,“ segir Ólöf Þórelfur Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, í samtali við fréttastofu. Vogafjós er að sögn Ólafar með samning við Korta sem segir til um að Korta greiði dagleg söluuppgjör. Við það hafi Korta hins vegar ekki staðið. „Þeir hafa ekki borgað mér,“ segir Ólöf. „Korta greiddi mínu fyrirtæki, eftir að við opnuðum í lok maí, ekki kreditkortagreiðslur fyrr en 7. júlí. Síðasta greiðslan fyrir það kom 12. mars og í dag hafa þeir ekki greitt okkur yfir fimmtán milljónir.“ „Við fengum lögfræðing okkur til aðstoðar og eftir símtöl, umbeðnar upplýsingar um fyrirframgreiðslur og bréfaskrif, greiddu þeir hluta af upphæðinni síðastliðinn föstudag. Samkvæmt pósti frá Korta kemur fram að þeir ætli að borga samkvæmt gildandi samningi en ekki bólar á greiðslum vegna kreditkortagreiðslna helgarinnar,“ segir Ólöf. Einu tekjurnar núna séu vegna veittrar þjónustu Ólöf segir að hún hafi haft samband við þá gesti sem bókað höfðu gistingu án möguleika á endurgreiðslu og boðið þeim inneign hjá Vogafjósi sem gildi í að lágmarki ár og mest þrjú ár ef gestir fari fram á það. „Mjög margir eru þegar búnir að bóka aftur á næsta ári og þessu var almennt mjög vel tekið. Við ákváðum að fara þessa leið með þessar bókanir sem eiga samkvæmt skilmálum að vera óendurgreiðanlegar.“ Þá hafi Korta sent henni bréf á miðvikudaginn síðastliðinn þar sem henni var greint frá því að Vogafjósi yrðu greiddar daglegar kreditkortafærslur samkvæmt samningi frá og með miðvikudeginum 15. júlí. Ein greiðsla hafi komið inn föstudaginn 17. júlí en svo ekki aftur. Lögmaður Ólafar og sex annarra ferðaþjónustufyrirtækja, Gunnar Ingi Jóhannsson, hefur sent inn erindi til Fjármálaeftirlitsins þess efnis hvort viðskiptahættirnir séu eðlilegir - það er að segja að greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta í þessu tilviki, geti haldið fjármunum sem eru í eigu fyrirtækisins og sem koma inn vegna veittrar þjónustu. Að sögn Gunnars hafa engin svör borist frá Fjármálaeftirlitinu. „Maður spyr sig bara hvort það séu eðlilegir viðskiptahættir,“ segir Ólöf. Vogafjós í Mývatnssveit.Vogafjós „Allir peningar sem eru að koma inn núna eru ekki vegna óendurgreiðanlegra bókanna eða fyrirframsölu heldur eru vegna sölu á staðnum og veittrar þjónustu,“ segir Ólöf. „Þegar við opnum aftur fara að koma inn tekjur, þeir greiða fyrir debetkortagreiðslurnar en ekki fyrir kreditkortagreiðslurnar. Ekki eina krónu, þó að öll sú sala sé fyrir veitta þjónustu.“ Hyggst kæra Korta „Það er auðvitað ótækt að fyrirtækin fái ekki greitt samkvæmt samningi og þeir haldi bara peningum sem eru fyrir veitta þjónustu. Það er verið að kaupa inn aðföng og það þarf að greiða fólki laun en við fáum ekkert greitt fyrir þetta.“ Ef að Fjármálaeftirlitið kemst að því að þetta eru óeðlilegir viðskiptahættir, munið þið kæra þetta? „Já, ég held það. Ef þetta er ekki löglegt þá mun ég kæra fyrir þjófnað. Það er alveg klárt. Er það ekki eðlilegt ef það er verið að fara ólöglegar leiðir?“ Ólöf fullyrðir að Korta hafi ekki tapað einni einustu krónu vegna krafa um endurgreiðslur hjá hennar fyrirtæki og það komi Korta ekki til með að gera. „Mér finnst þetta ótrúlega óheiðarlegir viðskiptahættir og ég vil ekki taka þátt í svona. Sjö fyrirtæki í vandræðum með Korta Að sögn Sölva Arnarssonar, stjórnarformanns Félags ferðaþjónustubænda, hafa minnst sjö fyrirtæki sem eru í félaginu og eru í viðskiptum við Korta lent í svipuðum vandræðum. Korta neiti að greiða út kreditkortafærslur nema það fái að skoða bókhald fyrirtækjanna. Kortaþjónustan hefur ítrekað vísað í áhættumat sem að sögn Gunnars Inga, lögmanns, getur ekki staðist.Korta Hann segir það grafalvarlegt mál að kortafyrirtæki geti haldið aftur greiðslu og að greiðslurnar sem haldið sé aftur hlaupi á milljónum króna. Hann skilji vel að Ólöfu þyki viðskiptin „hálfgert rán.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður, segir í samtali við fréttastofu að í þeirra augum séu viðskiptahættirnir ólögmætir. „Ég hef svo sem gert ráð fyrir því að sú staða geti komið upp að færsluhirðar eins og Korta þurfi að endurgreiða einhverjum sem eru búnir að greiða fyrir einhverja þjónustu en fá hana ekki. Heimildir eru hins vegar verulegum takmörkunum háðar og hafa þessar spurningar komið núna upp í tengslum við Covid-19. Stóru kortafyrirtækin, MasterCard og Visa, hafa skilgreint í hvaða tilvikum korthafar hafa rétta á þessum endurgreiðslum.“ Korta hafi hins vegar tekið þá afstöðu að endurgreiða þurfi hverja einustu slíku færslu hjá sínum viðskiptavinum og miðað sé við hjá Korta að öll fyrirtækin sem eru í viðskiptum við þá fari hugsanlega á hausinn á næstunni. „Þeir hafa tekið því sem næst alla peninga sem þessi fyrirtæki hafa rétt á vegna þessarar þjónustu sem þau hafa selt sem hefur auðvitað aukið á erfiðleika þessara fyrirtækja.“ Korta geri engan greinarmun á hvort þjónusta hafi verið veitt eða ekki Korta vísi til áhættumats sem það hafi gert. Áhættumatið fái hins vegar enginn að sjá og enginn viti hvernig áhættan sé metin. Þá hafi engar raunhæfar skýringar að mati Gunnars verið gefnar á matinu. „Þetta eru fyrirtæki sem eru ekkert á leiðinni í þrot og það hefur ekki verið um neinar endurgreiðslur að ræða hjá þessum fyrirtækjum. Endurgreiðslurnar má kannski telja í tugþúsundunum en það má telja þetta í milljónum eða tugmilljónum, það sem Kortaþjónustan heldur eftir. Þannig að við teljum bara að þetta séu óréttmætir viðskiptahættir sem geti varla samræmst lögum.“ Rök Korta séu þau að greiðsluþjónustan þurfi að taka tryggingu til hliðar komi sú staða upp að endurgreiða þurfi viðskiptavinum fyrir þjónustu sem greitt hefur verið fyrir en hafi ekki verið veitt. Enginn greinarmunur sé hins vegar gerður á hvort kreditkortafærslurnar eigi við um þjónustu sem þegar hafi verið veitt eða ekki. „Eins tekur þetta til bókana sem bókaðar eru með skilmálum um það að þær séu óendurgreiðanlegar. Þá er það alveg sama og það er ódýrari bókun fyrir viðskiptavini. Þeim er bara alveg sama, þeir gera engan greinarmun á því.“ Haldi peningum frá söluaðilum og endurgreiði ekki viðskiptavinum „Síðan er það hitt, það er mjög sérstakt að fólk sem átti pantað flug til dæmis með Icelandair í apríl, það er ekki enn búið að fá endurgreitt fyrir flug sem var ekki farið í og þá hefði maður haldið að fólk gæti snúið sér að þessum færsluhirðum, eins og þeir eru að segja að þeir þurfi að endurgreiða svona þjónustu sem er búið að kaupa en er ekki veitt. Þá kemur í ljós þegar á reynir að þá vilja þeir heldur ekki endurgreiða viðskiptavinum sem telja sig eiga rétt á því,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson, fyrirtækjanna sem hafa lent í vandræðum með viðskipti sín við Korta.mynd/stöð2 „Þannig að þeir eru bæði að halda peningum frá söluaðilum og eru ekki að endurgreiða viðskiptavinum. Þannig að peningurinn safnast bara upp, væntanlega einhver hundruð milljóna, á reikningum hjá þessum kortafyrirtækjum og svo ætla þeir væntanlega ekki að borga neina vexti af þessu heldur. Þetta lítur út eins og þeir séu bara að fjármagna sjálfa sig í gegn um ástandið en þó er það þannig að Kortaþjónustan er lang verst í þessu, hin fyrirtækin hafa ekki kvartað undan Borgun og Visa.“ Geti ekki staðist að áhættan sé hundrað prósent Eins og áður kom fram hefur Korta gert kröfu til fyrirtækja, eins og Vogafjóss, að fá aðgang að upplýsingum þeirra um það hvort kreditkortagreiðslurnar eigi við um veitta þjónustu eða ekki. „Ég er hins vegar með aðila sem hefur veitt þeim góðfúslega allar þessar upplýsingar en það breytir engu. Það virðist ekki breyta neinu, þeir sem hafa látið þá fá þessar upplýsingar og hafa látið þá fá upplýsingar um sín fjárhagsmálefni og sýnt að þeir séu vel fjármagnaðir og séu í góðum rekstri, það hefur ekki leitt til þess að Kortaþjónustan [greiði út],“ segir Gunnar. „Korta þjónustan hefur samt ákveðið að halda eftir og vísa í áhættumat. Þá hefur verið óskað eftir þessu áhættumati, að fá að sjá það, en það er ekki hægt þannig að það virðist ekki einu sinni vera til.“ Í því tilviki hafi Korta sagt að áhættumatið sem gert hafi verið á grundvelli þeirra gagna sem þeir hafi borist frá því fyrirtæki hafi leitt til að áhættumatið hafi verið óbreytt og hafi Korta því ákveðið að halda eftir öllum greiðslum. „Ég geri ráð fyrir því að áhættumatið sem þeir gera, það leiði til þeirrar niðurstöðu að það er ekkert sérstaklega mikil áhætta á ferðinni fyrir færsluhirðinn en þeir meðhöndli þetta eins og þeir þurfi að endurgreiða hundrað prósent allar slíkar bókanir. Þannig að áhættan sé hundrað prósent. Það getur bara ekki staðist.“
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21 Sigurður Ingvar til KORTA Sigurður Ingvar Ámundason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs KORTA. 9. júní 2020 09:56 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21
Sigurður Ingvar til KORTA Sigurður Ingvar Ámundason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs KORTA. 9. júní 2020 09:56