Íslenski boltinn

„Gera honum þetta mikið auðveldara með því að kalla í alla litlu strákana“

Sindri Sverrisson skrifar
Einar Karl Ingvarsson gerði gæfumuninn fyrir Val gegn Breiðabliki.
Einar Karl Ingvarsson gerði gæfumuninn fyrir Val gegn Breiðabliki. VÍSIR/VILHELM

„Mér fannst skrýtið í gær að Anton Ari væri ekki nær boltanum. Mér finnst skrýtið í dag að hann hafi verið eitthvað nálægt þessu horni, miðað við spyrnuna,“ sagði Gummi Ben þegar sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni rýndu í magnað aukaspyrnumark Einars Karls Ingvarssonar.

Einar Karl tryggði með aukaspyrnu sinni Valsmönnum þrjú dýrmæt stig gegn Breiðabliki. Blikar stilltu þeim Kristni Steindórssyni, Höskuldi Gunnlaugssyni og Kwame Quee upp í varnarvegg gegn Einari Karli og Gummi velti upp þeirri spurningu hvort að ekki hefði þurft að hafa hávaxnari leikmenn í veggnum:

„Er það ekki? Viltu ekki fá aðeins meiri hæð þarna þegar það er raunveruleg hætta á að snúa boltann yfir vegginn? Þá viltu hækka hann um tíu sentímetra ef þú mögulega getur. En svo skilur maður líka þá sem vilja hafa stóru strákana inni í teig til að dekka,“ sagði Atli Viðar Björnsson

„Tilgangurinn með veggnum hlýtur að vera að láta hann verja – koma í veg fyrir að skotið sé yfir hann. Þarna gera þeir honum [Einari Karli] þetta mikið auðveldara með því að kalla í alla litlu strákana og láta þá vera í vegg,“ sagði Atli Viðar.

Tómas Ingi Tómasson velti vöngum yfir því hvort það hefði ekki mátt láta varnarvegginn hoppa, eða hafa þar hærri menn:

„En þessi aukaspyrna er svo geggjuð að ég held að við eigum bara að láta vegginn vera,“ sagði Tómas Ingi.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Aukaspyrna Einars frá öllum hliðum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×