Innlent

Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Næturlífið hefur verið dauflegra en ella í miðborginni eftir að samkomubannið tók gildi.
Næturlífið hefur verið dauflegra en ella í miðborginni eftir að samkomubannið tók gildi. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst, daginn eftir verslunarmannahelgi. Þórólfur hefur einnig lagt til að þennan sama dag verði fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 500 í 1000.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann lagði þó áherslu á að tillögur hans væru aðeins ráðgefandi og að það væri að endingu heilbrigðisráðherra að ákveða hvort farið yrði eftir minnisblaðinu.

Þórólfur ýjaði að því á upplýsingafundi í síðustu viku að samkomubann yrði rýmkað eftir verslunarhelgi, sem og afgreiðslutími skemmtistaða. Þórólfur gaf þó ekki upp hversu mikið hann myndi vilja rýmka opnunartímann í þessari fyrstu atrennu. Skemmtistaðir mega nú vera opnir til 23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×