„Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Kristín opnar sig í viðtali við Sölva Tryggvason. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira