„Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Kristín opnar sig í viðtali við Sölva Tryggvason. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“