Sóttvarnastofnun Evrópu uppfærir íslensku tölurnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2020 08:56 Við lettnesk landamæri. Vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira