Umfjöllun og viðtöl: FH 0-0 KA | Steindautt jafntefli í Hafnafirði Ísak Hallmundarson skrifar 22. júlí 2020 21:00 Morten Beck átti ekki góðan leik í kvöld. Vísir/HAG FH og KA gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max deild karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og var fyrri hálfleikur ekkert augnakonfekt. FH-ingar voru meira með boltann en gestirnir frá Akureyri fengu hættulegasta færi fyrri hálfleiks á 34. mínútu þegar Almarr Ormarsson fékk dauðafrían skalla inn í teig FH en skallaði boltann yfir markið. Í upphafi síðari hálfleiks tóku KA-menn langt innkast, Guðmundur Steinn kom knettinum í netið en það var brotið á Gunnari Nielsen markmanni FH í aðdragandanum. Markið ekki gilt og staðan enn markalaus. FH-ingar sem höfðu lítið skapað af hættulegum færum sóttu aðeins í sig veðrið síðasta korterið en Kristijan Jajalo markmaður KA átti nokkrar góðar markvörslur, einna helst á 83. mínútu þegar hann varði hættulegt skot frá Steven Lennon. Lokatölur leiks 0-0 og eitt stig á hvort lið. Bæði lið hafa nú haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum sínum, sem eru jafnframt fyrstu tveir leikir nýrra þjálfara liðanna. Af hverju var jafntefli? Bæði lið voru frekar passíf í sínum leik, þetta var ekki skemmtilegur fótboltaleikur þar sem það var lítið um hættuleg færi. KA-menn voru mjög þéttir og Hafnfirðingar fundu engar lausnir í gegnum þeirra varnarleik. Akureyringar náðu síðan ekki að nýta sínar skyndisóknir og niðurstaðan sanngjarnt 0-0 jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Kristjánsson átti mjög flottan leik í öftustu línu FH, ásamt því að Björn Daníel lék vel á miðjunni hjá heimaliðinu og Steven Lennon var hvað mest ógnandi fram á við. Hjá gestunum voru Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar sprækastir sóknarlega en Kristijan Jajalo var sennilega maður leiksins hjá KA þar sem hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða. Hvorugt lið náði almennilegum tökum á leiknum og var þetta nokkurskonar skák í 90 mínútur. Hvað gerist næst? KA á heimaleik á móti Íslandsmeisturum KR á meðan FH tekur á móti nýliðum Gróttu heima í Kaplakrika. FH situr nú í 6. sæti með 11 stig en KA er áfram í 9. sæti og er nú með sjö stig. Arnar var ágætlega sáttur eftir leik.vísir/ernir Arnar Grétarsson: Fyrsta upplegg að halda hreinu FH og KA gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max deildinni í kvöld, en bæði lið hafa nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð. ,,Fyrsta upplegg var að halda hreinu en markmiðið var að setja mark, við ætluðum að koma hingað og taka öll þrjú stigin. En ég held við getum alveg verið sáttir með stig miðað við hvernig leikurinn spilaðist. FH var mun meira með boltann en kannski án þess að skapa sér einhver alvöru færi. Við fengum í rauninni besta færið í fyrri hálfleik. Almarr fékk skallann í alveg gjörsamlega opnu færi. Annars var leikurinn frekar lokaður og það býr mun meira í liðinu þegar við höfum boltann, við vorum svolítið stressaðir á boltanum og það er eitthvað sem menn vonandi rífa fljótt úr sér og verði klárir að gera betur í næsta leik,‘‘ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali eftir leik. KA hefur haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Arnars. ,,Ég hef alltaf lagt áherslu á það, allstaðar sem ég hef verið, að það er auðveldara að vinna knattspyrnuleiki með því að halda hreinu. Maður vill samt halda boltanum meira og skapa meira fram á við, við gerðum ekki nóg af því í dag. Komum okkur oft í ágætisstöður en vantaði svolítið upp á sóknarlega, það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.‘‘ ,,Við tökum eitt skref í einu, ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar, við tökum næsta leik og ég veit það er klisja, en það er bara næsti leikur og vonandi náum við þremur stigum þar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Eiður telur lið sitt geta gert betur.Mynd/stöð2 Eiður Guðjohnsen: Áttum ekkert meira skilið en stig ,,Ekkert sérstaklega ánægður með úrslitin, en miðað við spilamennskuna í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, þá eigum við kannski ekkert meira skilið heldur en stig. Við náðum ekki að skrúfa upp hraðann, náðum ekki að stjórna hraðanum á leiknum og KA-menn voru bara mjög þéttir. Þeir mönnuðu sín svæði vel og við vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður. Ég er aðeins svekktur með klaufaskap bæði í sendingum og móttöku, í rauninni fengum á okkur færi sem er varla hægt að segja að KA hafa skapað sér því þau komu út frá okkar mistökum. En heilt yfir allt í lagi,‘‘ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, eftir leik. ,,Síðustu 15-20 mínúturnar náum við kannski aðeins að koma með smá ,,tempó‘‘ í leikinn. Það voru svona klaufalegar móttökur og kannski ekki nógu mikill hraði í sendingum og vantaði smá yfirferð yfir allt liðið.‘‘ Eiður virkaði nokkuð sáttur með byrjunina sem þjálfari FH, en vill þó gera betur á heimavelli. ,,Við erum búnir að vera hér í sex daga, þannig ef þú horfir á það þannig er það að halda hreinu tvisvar og vera með fjögur stig ekki það slæmt, en eins og við vitum þá viljum við ná í sem flest stig á heimavelli. Með fullri virðingu fyrir lið sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Það er mikil vinna framundan, bæði hjá okkur sem þjálfurum og liðinu. Við þurfum að læra af þessum leik og svo undirbúum við okkur fyrir næsta leik,‘‘ sagði Eiður að lokum. Hallgrímur Mar er leikmaður KA.vísir/bára Hallgrímur Mar: Held þetta hafi verið drepleiðinlegur leikur ,,Ég er þokkalega sáttur í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist, þó ég hefði auðvitað vilja koma hingað og ná í þrjú stig. Mér fannst við eiga að ná því,‘‘ voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Mar Steingrímssonar úr KA eftir leik. Hallgrímur viðurkennir að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað. ,,Ég held að þetta hafi verið drepleiðinlegur leikur af því við lágum svolítið niðri og þeir voru með boltann og voru ekki að skapa neitt. Ekki vorum við að skapa eitthvað mikið þannig ég trúi því vel að þetta hafi verið leiðinlegur leikur.‘‘ KA-liðið hefur haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir innkomu Arnars Grétarssonar sem þjálfara liðsins. Liðið hafði aðeins haldið hreinu einu sinni áður í sumar. ,,Það er alltaf jákvætt þegar menn fá ekki á sig mörk og komnir með fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum þannig þetta er eitthvað gott til að byggja ofan á. Hann kemur inn með meiri aga og hefur látið okkur hlaupa nóg. Eins og sést kannski erum við vel þéttir og gefum ekki mörg færi á okkur, það er lykilatriði til að byrja með,‘‘ sagði Hallgrímur að lokum og segir góðan anda ríkja í hópnum. Pepsi Max-deild karla KA FH
FH og KA gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max deild karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og var fyrri hálfleikur ekkert augnakonfekt. FH-ingar voru meira með boltann en gestirnir frá Akureyri fengu hættulegasta færi fyrri hálfleiks á 34. mínútu þegar Almarr Ormarsson fékk dauðafrían skalla inn í teig FH en skallaði boltann yfir markið. Í upphafi síðari hálfleiks tóku KA-menn langt innkast, Guðmundur Steinn kom knettinum í netið en það var brotið á Gunnari Nielsen markmanni FH í aðdragandanum. Markið ekki gilt og staðan enn markalaus. FH-ingar sem höfðu lítið skapað af hættulegum færum sóttu aðeins í sig veðrið síðasta korterið en Kristijan Jajalo markmaður KA átti nokkrar góðar markvörslur, einna helst á 83. mínútu þegar hann varði hættulegt skot frá Steven Lennon. Lokatölur leiks 0-0 og eitt stig á hvort lið. Bæði lið hafa nú haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum sínum, sem eru jafnframt fyrstu tveir leikir nýrra þjálfara liðanna. Af hverju var jafntefli? Bæði lið voru frekar passíf í sínum leik, þetta var ekki skemmtilegur fótboltaleikur þar sem það var lítið um hættuleg færi. KA-menn voru mjög þéttir og Hafnfirðingar fundu engar lausnir í gegnum þeirra varnarleik. Akureyringar náðu síðan ekki að nýta sínar skyndisóknir og niðurstaðan sanngjarnt 0-0 jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Kristjánsson átti mjög flottan leik í öftustu línu FH, ásamt því að Björn Daníel lék vel á miðjunni hjá heimaliðinu og Steven Lennon var hvað mest ógnandi fram á við. Hjá gestunum voru Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar sprækastir sóknarlega en Kristijan Jajalo var sennilega maður leiksins hjá KA þar sem hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða. Hvorugt lið náði almennilegum tökum á leiknum og var þetta nokkurskonar skák í 90 mínútur. Hvað gerist næst? KA á heimaleik á móti Íslandsmeisturum KR á meðan FH tekur á móti nýliðum Gróttu heima í Kaplakrika. FH situr nú í 6. sæti með 11 stig en KA er áfram í 9. sæti og er nú með sjö stig. Arnar var ágætlega sáttur eftir leik.vísir/ernir Arnar Grétarsson: Fyrsta upplegg að halda hreinu FH og KA gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max deildinni í kvöld, en bæði lið hafa nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð. ,,Fyrsta upplegg var að halda hreinu en markmiðið var að setja mark, við ætluðum að koma hingað og taka öll þrjú stigin. En ég held við getum alveg verið sáttir með stig miðað við hvernig leikurinn spilaðist. FH var mun meira með boltann en kannski án þess að skapa sér einhver alvöru færi. Við fengum í rauninni besta færið í fyrri hálfleik. Almarr fékk skallann í alveg gjörsamlega opnu færi. Annars var leikurinn frekar lokaður og það býr mun meira í liðinu þegar við höfum boltann, við vorum svolítið stressaðir á boltanum og það er eitthvað sem menn vonandi rífa fljótt úr sér og verði klárir að gera betur í næsta leik,‘‘ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali eftir leik. KA hefur haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Arnars. ,,Ég hef alltaf lagt áherslu á það, allstaðar sem ég hef verið, að það er auðveldara að vinna knattspyrnuleiki með því að halda hreinu. Maður vill samt halda boltanum meira og skapa meira fram á við, við gerðum ekki nóg af því í dag. Komum okkur oft í ágætisstöður en vantaði svolítið upp á sóknarlega, það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.‘‘ ,,Við tökum eitt skref í einu, ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar, við tökum næsta leik og ég veit það er klisja, en það er bara næsti leikur og vonandi náum við þremur stigum þar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Eiður telur lið sitt geta gert betur.Mynd/stöð2 Eiður Guðjohnsen: Áttum ekkert meira skilið en stig ,,Ekkert sérstaklega ánægður með úrslitin, en miðað við spilamennskuna í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, þá eigum við kannski ekkert meira skilið heldur en stig. Við náðum ekki að skrúfa upp hraðann, náðum ekki að stjórna hraðanum á leiknum og KA-menn voru bara mjög þéttir. Þeir mönnuðu sín svæði vel og við vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður. Ég er aðeins svekktur með klaufaskap bæði í sendingum og móttöku, í rauninni fengum á okkur færi sem er varla hægt að segja að KA hafa skapað sér því þau komu út frá okkar mistökum. En heilt yfir allt í lagi,‘‘ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, eftir leik. ,,Síðustu 15-20 mínúturnar náum við kannski aðeins að koma með smá ,,tempó‘‘ í leikinn. Það voru svona klaufalegar móttökur og kannski ekki nógu mikill hraði í sendingum og vantaði smá yfirferð yfir allt liðið.‘‘ Eiður virkaði nokkuð sáttur með byrjunina sem þjálfari FH, en vill þó gera betur á heimavelli. ,,Við erum búnir að vera hér í sex daga, þannig ef þú horfir á það þannig er það að halda hreinu tvisvar og vera með fjögur stig ekki það slæmt, en eins og við vitum þá viljum við ná í sem flest stig á heimavelli. Með fullri virðingu fyrir lið sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Það er mikil vinna framundan, bæði hjá okkur sem þjálfurum og liðinu. Við þurfum að læra af þessum leik og svo undirbúum við okkur fyrir næsta leik,‘‘ sagði Eiður að lokum. Hallgrímur Mar er leikmaður KA.vísir/bára Hallgrímur Mar: Held þetta hafi verið drepleiðinlegur leikur ,,Ég er þokkalega sáttur í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist, þó ég hefði auðvitað vilja koma hingað og ná í þrjú stig. Mér fannst við eiga að ná því,‘‘ voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Mar Steingrímssonar úr KA eftir leik. Hallgrímur viðurkennir að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað. ,,Ég held að þetta hafi verið drepleiðinlegur leikur af því við lágum svolítið niðri og þeir voru með boltann og voru ekki að skapa neitt. Ekki vorum við að skapa eitthvað mikið þannig ég trúi því vel að þetta hafi verið leiðinlegur leikur.‘‘ KA-liðið hefur haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir innkomu Arnars Grétarssonar sem þjálfara liðsins. Liðið hafði aðeins haldið hreinu einu sinni áður í sumar. ,,Það er alltaf jákvætt þegar menn fá ekki á sig mörk og komnir með fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum þannig þetta er eitthvað gott til að byggja ofan á. Hann kemur inn með meiri aga og hefur látið okkur hlaupa nóg. Eins og sést kannski erum við vel þéttir og gefum ekki mörg færi á okkur, það er lykilatriði til að byrja með,‘‘ sagði Hallgrímur að lokum og segir góðan anda ríkja í hópnum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti