Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Jakob Bjarnar og Heimir Már Pétursson skrifa 22. júlí 2020 16:26 Mikill óróleiki er innan lögreglunnar á Suðurnesjum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Víst er að drjúgur tími hennar hefur farið í að sinna lögregluliði landsmanna. Nú er krísa suður með sjó og horft til hennar með að grípa í taumana.visir/vilhelm Í minnispunktum til dómsmálaráðuneytisins dagsettum hinn 23. júní, bréfi til Áslaugar Örnu dagsettu 1. júlí og erindi til Fagráðs lögreglunnar sem dagsett er 2. júlí er dregin upp sú mynd að Alda Hrönn, Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri og Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn vinni gegn lögreglustjóranum og eru fjórmenningarnir kallaðir „matarklúbburinn.“ Þau hafi meðal annars sagt sínum undirmönnum að halda tilteknum upplýsingum frá Ólafi Helga lögreglustjóra. Markmiðið sé að Alda Hrönn taki við lögreglustjóraembættinu en Ólafur Helgi var fyrst skipaður í embættið til fimm ára árið 2014 og endurskipaður í september í fyrra. Hann verður 67 ára í september og verður að láta af embætti þegar hann verður sjötugur. Meint ætthygli ráðandi innan embættisins Í gögnum er minnst á fyrri tengsl Öldu Hrannar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og nú nýskipaðs ríkislögreglustjóra. Inn í málið blandast hver fari með yfirstjórn löggæslumála á Keflavíkurflugvelli nú og í framtíðinni og fullyrt að Alda Hrönn ætli eiginmanni sínum embættið. Sigríður Björk vilji færa Keflavíkurflugvöll undir sitt embætti og dómsmálaráðherra hafi nefnt að það kæmi til greina. Ólafur Helgi lögreglustjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú hart að honum sótt. Hann verður 67 ára í haust. Skipun hans var endurnýjuð í fyrra en hann verður að láta af störfum sjötugur.visir/vilhelm Í gögnunum er meðal annars gagnrýnt að Alda Hrönn hafi ráðið eiginmann sinn Gest Pálmason til embættisins en fáum sé ljóst hverjar starfsskyldur hans séu og hann sinni að auki umfangsmiklum ráðgjafastörfum utan embættisins án heimildar lögreglustjóra. Einnig hafi Alda Hrönn ráðið Óla Ásgeir Hermannsson í starf eins af aðstoðarsaksóknurum embættisins í óþökk lögreglustjóra en hann sé búsettur í París. Embættið hafi greitt fyrir ferðir hans til Íslands ásamt dagpeningum einu sinni í mánuði án þess að samningar við hann hafi verið færðir í skjalasafn lögregluembættisins. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ólafur Helgi hafi óskað eftir því við Ríkisendurskoðanda að hann skoði endurgreiðslur embættisins til aðstoðarsaksóknarans í París. Þá greinir Fréttablaðið einnig frá því að tveir starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hafi kvartað til Ólafs Helga vegna eineltis af hálfu tveggja yfirmanna. Hinir meintu gerendur séu Alda Hrönn og Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri. Þau mál væru til skoðunar hjá Fagráði lögreglunnar. Ástandið innan embættisins með hinum mestu ólíkindum Í gögnunum sem fréttastofa hefur er tíundað að miklar vonir hafi verið bundnar við það þegar Alda Hrönn var ráðin aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum 2017. En hún hefði fylgdi Sigríði Björk til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sínum tíma. Þær vonir hafi brugðist. Allt hafi færst til verri vegar eftir endurkomu hennar á Suðurnesin. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Tveimur dögum eftir að eineltismál kom upp innan embættisins á Suðurnesjum fór hún í veikindaleyfi.Stöð2 Rakið er að hún hafi ráðið Óla Ásgeir sem hafi hætt hjá embættinu 2014 en hann hafi heimilisfesti í París. Óljóst sé hver starfslýsing hans hafi verið en hann hafi í nóvember 2019 verið gerður að staðgengli Öldu Hrannar. Rakið er að ætthygli sé mein þegar ráðningar séu annars vegar. Til að mynda starfi bæði eiginmaður Bjarneyar yfirlögregluþjóns í almennu deildinni, pabbi hennar hafi nýverið fengið stöðuhækkun eins og „Kristín frænka hennar“ og þar með fastráðningu, eins og lýst er í bréfinu. Ólafur Helgi einangraður og valdalaus Því er haldið fram að fjórmenningarnir ráði lögum og lofum og þau fari sínu fram án þess að Ólafur Helgi lögreglustjóri hafi nokkuð um málin að segja. Hópurinn ráði inn fólk handgengið sér á betri kjörum en gangi og gerist og noti risnufé til utanlandsferða. „AHJ [Alda Hrönn] er með eiginmann sinn (Gest Pálmason lögregluþjón og markþjálfa) í vinnu, afar óskýrt hversu miklu starfi hann gegnir, eða á hvaða stafstöð. Óþægilegt fyrir aðra starfsmenn. Að auki starfar hann sjálfstætt sem markþjálfi- notar stöðu sína óspart til að auglýsa sig í fjölmiðlum,“ segir í gögnum. Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Löggæsla þar heyrir undir Lögreglustjórann á Suðurnesjum. Fullyrt er að maki Öldu Hrannar, Gestur Pálmason lögregluþjónn og markþjálfi, hafi fullan hug á að gerast þar yfirmaður.visir/vilhelm Bréfritari lýsir því að hún hafi látið uppi skoðanir á þessum „fjölskylduráðningum“ og hafi með skömmum fyrirvara verið boðuð á fund Öldu Hrannar vegna málsins. Hún hafi ákveðið að óska þess að fá Ólaf Helga með sér á þann fund. Bréfritari segist þá hafa óttast um sig og starf sitt. Bornar hafi verið upp ásakanir á bréfritara sem væeu ósannar en á fundinum voru Alda Hrönn og Helgi mannauðsstjóri. „Og ég þakka guði fyrir að hafa haft Ólaf Helga með mér því það átti að taka mig af lífi.“ Hið meinta einelti í hnotskurn Bréfritari hefur það eftir Ólafi Helga að Alda Hrönn tali illa um hana í hans eyru og hún ætti að hafa varann á sér varðandi umsögn í tengslum við starf sem bréfritari hafði sótt um. Því er lýst að Alda Hrönn og eiginmaður hennar hafi hent henni út af Facebook og það svo rakið hvernig líðan bréfritara hafi verið eftir að Alda Hrönn tók við sviðinu: „Er óörugg með starf mitt og starfsframlag, efast verulega um eigin getu sem starfsmaður, líður almennt illa í vinnunni minni sem ég elskaði, finn að ég fresta hlutum sem ég hef aldrei á ævi minni ger, Óttast innilega að AHJ skaði feril minn – þar sem hún hefur miklar og sterkar tengingar í faginu T.d. Ríkislögreglustjóri,“ segir orðrétt í gögnunum. Dómsmálaráðherra með lögregluráði og lögreglustjórum. Þar er einnig efast um að ráðgjafafyrirtækið Attentus, sem fengið hafi verið til að gera mat á stöðunni, geti komið að því mati á hlutlægan hátt vegna fyrri afskipta af embættinu. En í desember hafi verið ráðist í miklar breytingar eftir tillögum Attentus; sem fjölgaði millistjórnendum sem bréfritari segir að hafi litlu skilað. Þá hafi Attentus komið að ráðningu mannauðsstjóra, sem ráðinn hafi verið án aðkomu Ólafs Helga lögreglustjóra og hann síðar leitað leiða til að losna við. Mistök í prentun notuð gegn Ólafi Helga Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fundi í dómsmálaráðuneytinu hinn 23. júní sl. lýst en yfirlýstur tilgangur hans hafi verið að „fara yfir aðför hóps innan stjórnendateymis Lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem ranglega er vegið að starfsheiðri lögreglustjórans. Það vekur furðu okkar að dómsmálaráðuneyti ætlar okkur og öðrum starfsmönnum ekki aðkoma að málinu, viljum við með erindi þessu lýsa yfir óánægju með hvernig ráðuneytið hefur valið að taka á málinu, hunsað okkar rökstuddu ábendingar, hunsa ábendingar um meint brot stjórnenda í starfi, hverjir eru fengnir til að vinna málið, hvaða hópur er boðaður til viðtals og fyrirfram ákveðna „sök“ lögreglustjóra,“ eins og segir í bréfi sem stílað er á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Í minnispunktum sem dagsettir eru 23. júní „vegna málatilbúnings gegn lögreglustjóranum á Suðurnesjum“ er því haldið fram að reynt sé að koma honum frá. Því er lýst að Ólafur Helgi hafi fyrir misgáning prentað út gögn sem svo hafi verið dreift meðal starfsmanna í rannsóknardeild. Þetta vill bréfritari meina að hafi verið notað miskunnarlaust gegn lögreglustjóranum, hann klagaður til dómsmálaráðherra með það fyrir augum að „koma honum frá fyrir haustið“. Pappírarnir fóru í rangar hendur Því er haldið fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir vilji fá Flugstöð Leifs Eiríkssonar undir sitt embætti. Alda Hrönn er sögð vilja verða lögreglustjóri á Suðurnesjum og að eiginmaður hennar verði gerður að yfirmanni lögreglunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar: „Hún greip tækifærið þegar persónulegir pappírar ÓHK (Ólafs Helga) fóru í rangar hendur og fór fram á rannsókn Attentusen hún tengist því fyrirtæki,“ segir í gögnum. Vísir hefur rætt við ýmsa sem að þessum málum koma innan embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Ólafur Helgi lögreglustjóri segist ekki vilja tjá sig um málið en Alda Hrönn svaraði hvorki síma né skilaboðum. Lögreglumál Lögreglan Suðurnesjabær Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tveir hafa kvartað undan einelti hjá Lögreglunni á Suðurnesjum Tveir starfsmenn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum hafa kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis á vinnustað. Málið er nú á borði dómsmálaráðuneytisins. 21. júlí 2020 19:58 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Mikill óróleiki er innan lögreglunnar á Suðurnesjum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Víst er að drjúgur tími hennar hefur farið í að sinna lögregluliði landsmanna. Nú er krísa suður með sjó og horft til hennar með að grípa í taumana.visir/vilhelm Í minnispunktum til dómsmálaráðuneytisins dagsettum hinn 23. júní, bréfi til Áslaugar Örnu dagsettu 1. júlí og erindi til Fagráðs lögreglunnar sem dagsett er 2. júlí er dregin upp sú mynd að Alda Hrönn, Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri og Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn vinni gegn lögreglustjóranum og eru fjórmenningarnir kallaðir „matarklúbburinn.“ Þau hafi meðal annars sagt sínum undirmönnum að halda tilteknum upplýsingum frá Ólafi Helga lögreglustjóra. Markmiðið sé að Alda Hrönn taki við lögreglustjóraembættinu en Ólafur Helgi var fyrst skipaður í embættið til fimm ára árið 2014 og endurskipaður í september í fyrra. Hann verður 67 ára í september og verður að láta af embætti þegar hann verður sjötugur. Meint ætthygli ráðandi innan embættisins Í gögnum er minnst á fyrri tengsl Öldu Hrannar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og nú nýskipaðs ríkislögreglustjóra. Inn í málið blandast hver fari með yfirstjórn löggæslumála á Keflavíkurflugvelli nú og í framtíðinni og fullyrt að Alda Hrönn ætli eiginmanni sínum embættið. Sigríður Björk vilji færa Keflavíkurflugvöll undir sitt embætti og dómsmálaráðherra hafi nefnt að það kæmi til greina. Ólafur Helgi lögreglustjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú hart að honum sótt. Hann verður 67 ára í haust. Skipun hans var endurnýjuð í fyrra en hann verður að láta af störfum sjötugur.visir/vilhelm Í gögnunum er meðal annars gagnrýnt að Alda Hrönn hafi ráðið eiginmann sinn Gest Pálmason til embættisins en fáum sé ljóst hverjar starfsskyldur hans séu og hann sinni að auki umfangsmiklum ráðgjafastörfum utan embættisins án heimildar lögreglustjóra. Einnig hafi Alda Hrönn ráðið Óla Ásgeir Hermannsson í starf eins af aðstoðarsaksóknurum embættisins í óþökk lögreglustjóra en hann sé búsettur í París. Embættið hafi greitt fyrir ferðir hans til Íslands ásamt dagpeningum einu sinni í mánuði án þess að samningar við hann hafi verið færðir í skjalasafn lögregluembættisins. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ólafur Helgi hafi óskað eftir því við Ríkisendurskoðanda að hann skoði endurgreiðslur embættisins til aðstoðarsaksóknarans í París. Þá greinir Fréttablaðið einnig frá því að tveir starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hafi kvartað til Ólafs Helga vegna eineltis af hálfu tveggja yfirmanna. Hinir meintu gerendur séu Alda Hrönn og Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri. Þau mál væru til skoðunar hjá Fagráði lögreglunnar. Ástandið innan embættisins með hinum mestu ólíkindum Í gögnunum sem fréttastofa hefur er tíundað að miklar vonir hafi verið bundnar við það þegar Alda Hrönn var ráðin aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum 2017. En hún hefði fylgdi Sigríði Björk til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sínum tíma. Þær vonir hafi brugðist. Allt hafi færst til verri vegar eftir endurkomu hennar á Suðurnesin. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Tveimur dögum eftir að eineltismál kom upp innan embættisins á Suðurnesjum fór hún í veikindaleyfi.Stöð2 Rakið er að hún hafi ráðið Óla Ásgeir sem hafi hætt hjá embættinu 2014 en hann hafi heimilisfesti í París. Óljóst sé hver starfslýsing hans hafi verið en hann hafi í nóvember 2019 verið gerður að staðgengli Öldu Hrannar. Rakið er að ætthygli sé mein þegar ráðningar séu annars vegar. Til að mynda starfi bæði eiginmaður Bjarneyar yfirlögregluþjóns í almennu deildinni, pabbi hennar hafi nýverið fengið stöðuhækkun eins og „Kristín frænka hennar“ og þar með fastráðningu, eins og lýst er í bréfinu. Ólafur Helgi einangraður og valdalaus Því er haldið fram að fjórmenningarnir ráði lögum og lofum og þau fari sínu fram án þess að Ólafur Helgi lögreglustjóri hafi nokkuð um málin að segja. Hópurinn ráði inn fólk handgengið sér á betri kjörum en gangi og gerist og noti risnufé til utanlandsferða. „AHJ [Alda Hrönn] er með eiginmann sinn (Gest Pálmason lögregluþjón og markþjálfa) í vinnu, afar óskýrt hversu miklu starfi hann gegnir, eða á hvaða stafstöð. Óþægilegt fyrir aðra starfsmenn. Að auki starfar hann sjálfstætt sem markþjálfi- notar stöðu sína óspart til að auglýsa sig í fjölmiðlum,“ segir í gögnum. Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Löggæsla þar heyrir undir Lögreglustjórann á Suðurnesjum. Fullyrt er að maki Öldu Hrannar, Gestur Pálmason lögregluþjónn og markþjálfi, hafi fullan hug á að gerast þar yfirmaður.visir/vilhelm Bréfritari lýsir því að hún hafi látið uppi skoðanir á þessum „fjölskylduráðningum“ og hafi með skömmum fyrirvara verið boðuð á fund Öldu Hrannar vegna málsins. Hún hafi ákveðið að óska þess að fá Ólaf Helga með sér á þann fund. Bréfritari segist þá hafa óttast um sig og starf sitt. Bornar hafi verið upp ásakanir á bréfritara sem væeu ósannar en á fundinum voru Alda Hrönn og Helgi mannauðsstjóri. „Og ég þakka guði fyrir að hafa haft Ólaf Helga með mér því það átti að taka mig af lífi.“ Hið meinta einelti í hnotskurn Bréfritari hefur það eftir Ólafi Helga að Alda Hrönn tali illa um hana í hans eyru og hún ætti að hafa varann á sér varðandi umsögn í tengslum við starf sem bréfritari hafði sótt um. Því er lýst að Alda Hrönn og eiginmaður hennar hafi hent henni út af Facebook og það svo rakið hvernig líðan bréfritara hafi verið eftir að Alda Hrönn tók við sviðinu: „Er óörugg með starf mitt og starfsframlag, efast verulega um eigin getu sem starfsmaður, líður almennt illa í vinnunni minni sem ég elskaði, finn að ég fresta hlutum sem ég hef aldrei á ævi minni ger, Óttast innilega að AHJ skaði feril minn – þar sem hún hefur miklar og sterkar tengingar í faginu T.d. Ríkislögreglustjóri,“ segir orðrétt í gögnunum. Dómsmálaráðherra með lögregluráði og lögreglustjórum. Þar er einnig efast um að ráðgjafafyrirtækið Attentus, sem fengið hafi verið til að gera mat á stöðunni, geti komið að því mati á hlutlægan hátt vegna fyrri afskipta af embættinu. En í desember hafi verið ráðist í miklar breytingar eftir tillögum Attentus; sem fjölgaði millistjórnendum sem bréfritari segir að hafi litlu skilað. Þá hafi Attentus komið að ráðningu mannauðsstjóra, sem ráðinn hafi verið án aðkomu Ólafs Helga lögreglustjóra og hann síðar leitað leiða til að losna við. Mistök í prentun notuð gegn Ólafi Helga Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fundi í dómsmálaráðuneytinu hinn 23. júní sl. lýst en yfirlýstur tilgangur hans hafi verið að „fara yfir aðför hóps innan stjórnendateymis Lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem ranglega er vegið að starfsheiðri lögreglustjórans. Það vekur furðu okkar að dómsmálaráðuneyti ætlar okkur og öðrum starfsmönnum ekki aðkoma að málinu, viljum við með erindi þessu lýsa yfir óánægju með hvernig ráðuneytið hefur valið að taka á málinu, hunsað okkar rökstuddu ábendingar, hunsa ábendingar um meint brot stjórnenda í starfi, hverjir eru fengnir til að vinna málið, hvaða hópur er boðaður til viðtals og fyrirfram ákveðna „sök“ lögreglustjóra,“ eins og segir í bréfi sem stílað er á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Í minnispunktum sem dagsettir eru 23. júní „vegna málatilbúnings gegn lögreglustjóranum á Suðurnesjum“ er því haldið fram að reynt sé að koma honum frá. Því er lýst að Ólafur Helgi hafi fyrir misgáning prentað út gögn sem svo hafi verið dreift meðal starfsmanna í rannsóknardeild. Þetta vill bréfritari meina að hafi verið notað miskunnarlaust gegn lögreglustjóranum, hann klagaður til dómsmálaráðherra með það fyrir augum að „koma honum frá fyrir haustið“. Pappírarnir fóru í rangar hendur Því er haldið fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir vilji fá Flugstöð Leifs Eiríkssonar undir sitt embætti. Alda Hrönn er sögð vilja verða lögreglustjóri á Suðurnesjum og að eiginmaður hennar verði gerður að yfirmanni lögreglunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar: „Hún greip tækifærið þegar persónulegir pappírar ÓHK (Ólafs Helga) fóru í rangar hendur og fór fram á rannsókn Attentusen hún tengist því fyrirtæki,“ segir í gögnum. Vísir hefur rætt við ýmsa sem að þessum málum koma innan embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Ólafur Helgi lögreglustjóri segist ekki vilja tjá sig um málið en Alda Hrönn svaraði hvorki síma né skilaboðum.
Lögreglumál Lögreglan Suðurnesjabær Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tveir hafa kvartað undan einelti hjá Lögreglunni á Suðurnesjum Tveir starfsmenn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum hafa kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis á vinnustað. Málið er nú á borði dómsmálaráðuneytisins. 21. júlí 2020 19:58 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Tveir hafa kvartað undan einelti hjá Lögreglunni á Suðurnesjum Tveir starfsmenn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum hafa kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis á vinnustað. Málið er nú á borði dómsmálaráðuneytisins. 21. júlí 2020 19:58