„Brenn ekki af einhverjum hefndarþorsta gagnvart þessum einstaklingum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2020 16:05 Ekki í fyrsta sinn sem Þórdís fær yfir sig hótanir. „Eins og komið hefur fram fékk ég mikið af ógeðslegum hótunum í kjölfar færslu á Instagram. Mig langar til þess að taka það sérstaklega fram að ég ber engan kala til samfélaganna í Kópaskeri og Raufarhöfn. Ég dæmi engan fyrir gjörðir einstaklinga sem þurfa greinilega á hjálp. Það væri bæði heimskulegt og ósanngjarnt,“ segir leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í færslu á Facebook. Hún fékk töluvert magn af skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Hún segir að málið geti kennt samfélaginu hvernig fólk hagar sér á samfélagsmiðlum. „Af tveimur skjáskotum var skyndilega búið að úthrópa mig sem hrokafulla forréttindakonu (svo það sé kurteisislega orðað) og margt verra. Mér ofbauð sérstaklega þegar sveitarstjóri var farinn að stíga fram og saka mig um slíkt í viðtali við fjölmiðil. Ég held að við séum öll sek um að dæma fólk á samfélagsmiðlum. En ég held að mikið væri unnið ef allir reyndu að staldra við, íhuga hverju það skilar að ata einhvern auri og leyfa helst öðrum að njóta vafans.“ Hún segir að þessi gagnrýnisstormur hafi orðið til þess að vanstilltir einstaklingar hafi misst stjórn á sér. Eitthvað sem þyrfti að stöðva „Ég hef áður fengið svipaðar hótanir, aðallega út af þeim glæp að búa til tónlist með Reykjavíkurdætrum sem fellur ekki að smekk þeirra. Það er eiginlega hálfsúrealískt að vera kominn á þann stað að reyna bara að hunsa skilaboð sem þessi og halda áfram með mitt líf. Það þurfti því að benda mér á að þetta væri eitthvað sem yrði að stöðva og þess vegna ætla ég að leggja fram kæru. Ég brenn ekki af einhverjum hefndarþorsta gagnvart þessum einstaklingum. Ég vil að þeir fái alvarlegt tiltal og fræðslu svo að þessi hegðun þeirra þróist ekki út í eitthvað enn alvarlegra.“ Þórdís segist oft tækla hlutina með húmor og segir frá nokkuð skemmtilegu atviki sem átti sér stað fyrir sýningu hjá leikhópinum Lottu eins og lesa má hér að neðan. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Eins og komið hefur fram fékk ég mikið af ógeðslegum hótunum í kjölfar færslu á Instagram. Mig langar til þess að taka það sérstaklega fram að ég ber engan kala til samfélaganna í Kópaskeri og Raufarhöfn. Ég dæmi engan fyrir gjörðir einstaklinga sem þurfa greinilega á hjálp. Það væri bæði heimskulegt og ósanngjarnt,“ segir leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í færslu á Facebook. Hún fékk töluvert magn af skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti eftir að hún birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki mæla með því að fólk heimsótti Kópasker og Raufarhöfn. Færslan féll í grýttan jarðveg meðal íbúa og voru viðbrögðin ansi hörð. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Hún segir að málið geti kennt samfélaginu hvernig fólk hagar sér á samfélagsmiðlum. „Af tveimur skjáskotum var skyndilega búið að úthrópa mig sem hrokafulla forréttindakonu (svo það sé kurteisislega orðað) og margt verra. Mér ofbauð sérstaklega þegar sveitarstjóri var farinn að stíga fram og saka mig um slíkt í viðtali við fjölmiðil. Ég held að við séum öll sek um að dæma fólk á samfélagsmiðlum. En ég held að mikið væri unnið ef allir reyndu að staldra við, íhuga hverju það skilar að ata einhvern auri og leyfa helst öðrum að njóta vafans.“ Hún segir að þessi gagnrýnisstormur hafi orðið til þess að vanstilltir einstaklingar hafi misst stjórn á sér. Eitthvað sem þyrfti að stöðva „Ég hef áður fengið svipaðar hótanir, aðallega út af þeim glæp að búa til tónlist með Reykjavíkurdætrum sem fellur ekki að smekk þeirra. Það er eiginlega hálfsúrealískt að vera kominn á þann stað að reyna bara að hunsa skilaboð sem þessi og halda áfram með mitt líf. Það þurfti því að benda mér á að þetta væri eitthvað sem yrði að stöðva og þess vegna ætla ég að leggja fram kæru. Ég brenn ekki af einhverjum hefndarþorsta gagnvart þessum einstaklingum. Ég vil að þeir fái alvarlegt tiltal og fræðslu svo að þessi hegðun þeirra þróist ekki út í eitthvað enn alvarlegra.“ Þórdís segist oft tækla hlutina með húmor og segir frá nokkuð skemmtilegu atviki sem átti sér stað fyrir sýningu hjá leikhópinum Lottu eins og lesa má hér að neðan.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög