Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 18:03 Forseti Hæstaréttar Venesúela segir tilraunir Bandaríkjanna til að grafa undan sér vera klaufalegar. Getty/Pedro Mattey Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Venesúela Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Venesúela Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira