Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 23:38 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Jabin Botsford Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. Forsetinn hefur undanfarið sent löggæslu fulltrúa alríkisstjórnarinnar til borga sem eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata með það að markmiði að kveða niður glæpi og mótmæli. Hefur forsetinn sagt borgirnar stjórnlausar. Forsetinn hélt því áfram á blaðamannafundi í dag og sagði aftur að borgirnar væru stjórnlausar og kenndi róttækum vinstri mönnum um hvernig staðan væri. Trump sagði að undanfarnar vikur hefðu verið gerðar tilraunir til að draga úr löggæslu landsins og sakaði hann hreyfingarnar sem staðið hafa að baki því um að stuðla að aukningu á skotárásum, morðum og hryllilegum ofbeldisglæpum. „Blóðsúthellingunum þarf að linna. Blóðsúthellingunum mun linna,“ sagði forsetinn. AP segir að Trump forseti horfi til stöðunnar sem mögulegs kosningamáls eftir að hagkerfi Bandaríkjanna beið hnekki vegna kórónuveirunnar. Talið er víst að Trump hugðist gera árangur í efnahagsmálum að sínu helsta kosningamáli í baráttunni fyrir endurkjöri. Nú hefur forsetinn hins vegar lýst því yfir að ef Joe Biden verði kjörinn í nóvember fari landið til helvítis í ofbeldisöldu. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, kvaðst í fyrstu vera mótfallin því að alríkislögreglumenn yrðu sendir til borgarinnar. Seinna greindi hún þó frá því að hún hafi rætt við yfirvöld og að samkomulag hefði náðst. „Ég hefur verið mjög skýr um að við tökum vel í samvinnu en ekki einræði. Við samþykkjum ekki handtökur þvert á stjórnarskrá og frelsissviptingar íbúa borgarinnar,“ sagði Lightfoot. Öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá Nýju Mexíkó var gagnrýninn á aðgerðir forsetans og kallaði eftir því að lögreglustjórinn í Bernalillosýslu Nýju Mexíkó, þar sem Albuquerque er að finna, segði af sér. „Í stað þess að vinna með lögregluyfirvöldum í Albuquerque hefur lögreglustjórinn veitt stormsveitum forsetans inngöngu í borgina,“ sagði Heinrich.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira