Lækka hraða á sex götum og setja upp „snjallgangbrautir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 16:41 Við Reykjavíkurtjörn, ráðhús Reykjavíkur í baksýn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira