Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 09:05 Ghislaine Maxwell er sökuð um að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein við það að lokka ungar stúlkur að heimili hans þar sem hann misnotaði þær kynferðislega. Spencer Platt/Getty Images Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31