Lengi án taps en mæta besta liði landsins: „Tókum umræðuna ekki nærri okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 14:30 Þróttarar hafa notið sín nokkuð vel það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildinni. VÍSIR/GETTY Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína.
Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn