Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 13:48 Svavar Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur. Vísir Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“ Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“
Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira