Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 13:48 Svavar Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur. Vísir Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“ Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“
Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira