Gamla konan meistari á Ítalíu níunda árið í röð

Ísak Hallmundarson skrifar
Juventus að fagna öðru marki sínu í leiknum.
Juventus að fagna öðru marki sínu í leiknum. getty/Stefano Guidi

Juventus vann sinn níunda Ítalíumeistaratitil í fótbolta í röð í kvöld þegar liðið lagði Sampdoria af velli.

Cristiano Ronaldo braut ísinn fyrir meistaranna á 45. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Staðan í hálfleik 1-0.

Federico Bernarderschi tvöfaldaði forystu Juve á 67. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Ronaldo og skoraði. Níföldu meistararnir fengu síðan vítaspyrnu á 88. mínútu en Cristiano Ronaldo fór á punktinn og þrumaði boltanum í þverslánna.

Það breytti þó ekki neinu, Juventus vann leikinn 2-0 og tryggði sér enn einn deildarmeistaratitilinn, en þetta var sá 36. í sögu félagsins.

Þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni er Juventus með sjö stiga forskot á bæði Inter og Atalanta en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sampdoria er um miðja deild í 15. sæti og getur ekki fallið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira