Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 14:49 Höfuðstöðvar VR eru í Húsi verslunarinnar. Vísir/hanna Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“ Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15