Íslenski boltinn

Júlí aftur erfiður mánuður hjá Blikum: „Þeir hafa pottþétt vitað af þessu“

Ísak Hallmundarson skrifar

Júlí mánuður hefur reynst Breiðablik erfiður mánuður í ár og á síðasta ári. Í júlí á þessu tímabili hefur liðið aðeins náð í tvö stig í fimm leikjum í deildinni og fyrir ári síðan náði liðið í eitt stig úr fjórum leikjum í júlí.

„Þeir hafa pottþétt vitað af þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason og hélt áfram: „Þetta er bara forvitnilegur tími fyrir Óskar Hrafn sem er auðvitað á sínu þriðja tímabili sem meistaraflokksþjálfari. Núna er kallinn í smá brekku, þetta byrjaði hrikalega vel og var rosalega sannfærandi en þetta er pínu brekka akkúrat núna.“

Breiðablik tapaði fyrir grönnum sínum í HK síðasta fimmtudag en liðið mætir ÍA strax á morgun.

„Þeir fá tækifæri til að gleyma þessum HK-leik strax á sunnudaginn, ég veit ekki hvort þjálfarar vilji að það líði lengri tími þegar það gengur illa eða vilji fá leik strax. En það verður heldur betur áskorun, Skagamenn unnu í Kópavogi í fyrra,“ sagði Hjörvar.

„Það er smá saga þarna á bakvið, þessi lið eiga ekki alveg skap saman,“ sagði Gummi Ben. 

Alla umræðuna má horfa á efst í fréttinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×