Covid-berinn grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:50 Kim Jong Un á neyðarfundi í gær. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira