Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 10:00 Tobias Thomsen fagnaði Íslandsmeistaratitli með KR á síðustu leiktíð, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val árið áður. VÍSIR/DANÍEL Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð