Sport

Evrópumeistarinn náði einu kasti lengra en Ásdís

Sindri Sverrisson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur náð fjölda kasta yfir 60 metra í sumar.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur náð fjölda kasta yfir 60 metra í sumar. VÍSIR/GETTY

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Íslandsmethafi í spjótkasti, varð í 2. sæti á móti í Þýskalandi í gær þar sem hún kastaði á ný yfir 60 metra og veitti ríkjandi Evrópumeistara góða keppni.

Hin þýska Christin Hussong, sem vann gull á síðasta Evrópumeistaramóti árið 2018, fagnaði sigri á heimavelli í Zweibrücken í gær. Ásdís tók forystuna með því að kasta 60,27 metra í fyrsta kasti en Hussong náði einu kasti sem var lengra, í þriðju umferð, þegar hún kastaði slétta 61 metra.

Ásdís náði ekki að fylgja eftir góðu fyrsta kasti og reyndist það hennar lengsta. Í 3. sæti varð Annika Marie Füchs sem kastaði 55,68 metra.

„Dagurinn í dag var næstum því mjög góður dagur, en ég náði ekki að láta þetta alveg smella. En mikið fjári var þetta gaman,“ skrifaði Ásdís á Facebook-síðu sína.

Ásdís mun næst keppa á Kuortane Games í Finnlandi um næstu helgi.

60.27 m for at Sky's the Limit Today was close to being really good but I didn't quite get that hit in. But damn did...

Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Laugardagur, 25. júlí 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×