Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri.
KA skoraði mark sem var dæmt af, en ákvörðun dómarans er umdeild.
„Fjórði dómarinn sagði að Ásgeir hafi staðið í vegi fyrir Beiti þegar skotið kemur á markið. Mér finnst það ekki halda vatni,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, ósáttur eftir leik.
Atvikið má sjá í spilaranum efst og einnig þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson klúðraði vítaspyrnu á lokamínútunum.