Fundu eftirlýstan mann sofandi í rútu í Árbænum Sylvía Hall skrifar 27. júlí 2020 06:33 Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt. Vísir/vilhelm Rúmlega sextíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var sofandi í rútu í Árbæ en þegar lögregla mætti á vettvang og vakti manninn kom í ljós að hann var eftirlýstur. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Í Kópavogi höfðu tvö þrettán ára börn klifrað upp á skólabyggingu en þegar þau voru komin upp á þak féll niður stiginn sem þau höfðu notað til þess að komast upp. Þegar lögreglu bar að garði hafði ein móðir mætt á svæðið til þess að bjarga þeim niður. Þá aðstoðaði lögregla mann í Kópavogi sem hafði verið ofurölvi á reiðhjóli og fallið á höfuðið. Sjúkraflutningamenn skoðuðu manninn og var honum síðar ekið heim ásamt hjólinu, enda ekki í ástandi til þess að koma sér heim sjálfur að því er segir í dagbók lögreglu. Lögregla stöðvaði för ungra drengja sem höfðu verið á rúntinum í Hlíðahverfi, en í ljós kom að þar var um fjórtán ára dreng að ræða sem hafði tekið bifreið ófrjálsri hendi og keyrt um með fjóra jafnaldra sína. Í Garðabæ var ekið á þrettán ára dreng á vespu en hann slapp ómeiddur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lítils háttar skemmdir voru á vespunni. Þá var talsverður erill í miðborginni en tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Annar ökumaðurinn hafði ekið á tvær bifreiðar og reynt að flýja vettvang og var sá vistaður í fangaklefa og verður færður í skýrslutöku þegar rennur af honum. Einn var handtekinn í miðborginni vegna þjófnaðar úr verslun. Þegar öryggisvörður reyndi að stöðva manninn réðst maðurinn á hann en að lokum náðist að yfirbuga manninn og var hann vistaður í fangaklefa. Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Rúmlega sextíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til vegna manns í annarlegu ástandi sem var sofandi í rútu í Árbæ en þegar lögregla mætti á vettvang og vakti manninn kom í ljós að hann var eftirlýstur. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Í Kópavogi höfðu tvö þrettán ára börn klifrað upp á skólabyggingu en þegar þau voru komin upp á þak féll niður stiginn sem þau höfðu notað til þess að komast upp. Þegar lögreglu bar að garði hafði ein móðir mætt á svæðið til þess að bjarga þeim niður. Þá aðstoðaði lögregla mann í Kópavogi sem hafði verið ofurölvi á reiðhjóli og fallið á höfuðið. Sjúkraflutningamenn skoðuðu manninn og var honum síðar ekið heim ásamt hjólinu, enda ekki í ástandi til þess að koma sér heim sjálfur að því er segir í dagbók lögreglu. Lögregla stöðvaði för ungra drengja sem höfðu verið á rúntinum í Hlíðahverfi, en í ljós kom að þar var um fjórtán ára dreng að ræða sem hafði tekið bifreið ófrjálsri hendi og keyrt um með fjóra jafnaldra sína. Í Garðabæ var ekið á þrettán ára dreng á vespu en hann slapp ómeiddur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lítils háttar skemmdir voru á vespunni. Þá var talsverður erill í miðborginni en tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Annar ökumaðurinn hafði ekið á tvær bifreiðar og reynt að flýja vettvang og var sá vistaður í fangaklefa og verður færður í skýrslutöku þegar rennur af honum. Einn var handtekinn í miðborginni vegna þjófnaðar úr verslun. Þegar öryggisvörður reyndi að stöðva manninn réðst maðurinn á hann en að lokum náðist að yfirbuga manninn og var hann vistaður í fangaklefa.
Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira