Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 12:54 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18