Héldu brúðkaup sem enginn gifti sig í Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 14:47 Brúðhjónin mæta til veislu. Aðsend/Håkon Broder Lund Um 90 manna vinahópur hélt nú um helgina upp á sveitabrúðkaup þeirra Gumma og Urðar við mikinn fögnuð. Athöfnin fór fram í Oddakirkju rétt hjá Hvolsvelli og veislan á hóteli þar nærri. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að ungt par hafi ákveðið að ganga í það heilaga en það sem vekur athygli er að enginn gifti sig í raun og veru. Brúðhjónin voru í raun áhugaleikarar og vinahópurinn fékk hlutverk hinna ýmsu persóna í veislunni. Nokkrir meðlimir vinahópsins ákváðu í vor að taka sig til og skipuleggja veislu sem allra flestir meðlimir í þessum stóra vinahópi kæmust í. Þá kom ákveðin spurning upp. Við hvaða tilefni getur fólk kastað öllu frá sér á stuttum tíma, fengið frí í vinnu og pössun fyrir börnin? Svarið var að sjálfsögðu hjónavígsla og hófst þá undirbúningur þessarar stórglæsilegu brúðkaupsveislu. View this post on Instagram Besta dag í livið okkur #gurdur2020 A post shared by @ urduroggummi on Jul 25, 2020 at 12:26pm PDT „Ég er einn af góðum hópi manna og kvenna sem var að standa fyrir þessu sveitabrúðkaupi þar sem við í raun settum á svið brúðkaup, fengum leikara til að taka að sér hlutverk brúðhjóna. Hugmyndin kviknaði fyrst vegna þess að það er búið að vera að aflýsa brúðkaupum og enginn í vinahópnum er að fara að gifta sig í sumar. Við vildum henda í eitthvað gott kvöld með stórvinahópnum, það er langt síðan fólk kom allt saman,“ segir Ísak Einar Rúnarsson, einn skipuleggjenda veislunnar. Staðgengill prests verður hér eftir kallaður Sigurður hinn Helgi Út voru send boðskort í brúðkaup þeirra Gumma og Urðar – sem auðvitað enginn í hópnum kannaðist við – og hótel og kirkja voru tekin á leigu fyrir herlegheitin. Áhugaleikarar voru ráðnir í hlutverk brúðhjóna og prests og undirbúningur tónlistaratriða, ræðuhalda og annarra fastaliða í brúðkaupsveislum hófst. View this post on Instagram Best vinir okkur #gurdur2020 A post shared by @ urduroggummi on Jul 25, 2020 at 12:28pm PDT „Fólk vissi ekkert hvað á sig stóð veðrið þegar þetta kom í pósti. Við vorum ekki búin að láta þau vita að það stæði til að halda eitthvað brúðkaup og náttúrulega enginn þekkti þau sem ætluðu að gifta sig,“ segir Ísak. Á boðskortunum var svokallaður QR kóði sem fólk gat skannað og opnaðist þá viðburður á Facebook þar sem veislan var útskýrð. „Þá kom aðeins betur í ljós hvernig í pottinn var búið,“ segir Ísak. View this post on Instagram Kórdrengir fagna ástinni í brúðkaupi aldarinnar. #gurdur2020 photocred: @broderlund A post shared by Birkir Grétarsson (@birkirgretars) on Jul 27, 2020 at 5:57am PDT Þrátt fyrir að fæstir í hópnum vissu hverjir Gummi og Urður væru slógu flestir til og mættu prúðbúnir til kirkju. Hátt í áttatíu manns mættu til veislu sem haldin var á Hvolsvelli. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, leyfði hópnum að halda hjónavígsluna í kirkjunni og ávarpaði hún brúðkaupsgesti þegar til kirkju var komið. „Svo var einn úr hópnum, Sigurður Helgi, hér eftir kallaður Sigurður hinn Helgi sem tók að sér hlutverk prests og gaf þau bara í þykjustunni saman. Það var farið með alla ritninguna.“ View this post on Instagram #gurdur2020 A post shared by @ skurdur91 on Jul 26, 2020 at 12:47pm PDT „Svo var þetta bara með hefðbundnu sniði. Einn úr hópnum sem er píanóleikari, Jón Birgir Eiríksson, spilaði undir þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið og það var í raun í fyrsta skipti sem fólk sá hana. Einn úr vinahópnum leiddi hana inn, var með hlutverk föður brúðarinnar. Þau þekktu hann en ekki brúðina sjálfa.“ „Heppnaðist alveg stórkostlega“ Leikararnir sem fóru með hlutverk brúðhjóna, þau Fannar Arnarsson og Gréta Arnarsdóttir, voru í karakter allt kvöldið. „Þau blönduðu geði við gestina. Svo tóku þau lagið, sungu til hvors annars „Don‘t Go Breaking My Heart,“ Elton John dúettinn. Það var alveg geggjað!“ segir Ísak. Áhugamannakór vinahópsins, sem ber nafnið Miðkórinn, söng þegar brúðhjónin gengu út kirkjugólfið að lokinni „hjónavígslu“. Aðrir meðlimir hópsins höfðu fengið hin ýmsu hlutverk, hlutverk systur brúðarinnar og svaramanns og fluttu þau ræður um brúðhjónin og „kynni“ sín af þeim. „Þau bjuggu til baksögu fyrir brúðhjónin sem var þrædd inn í það sem vinahópurinn hefur gengið í gegn um saman þannig að það var hægt að tengja þau inn í alls konar atburði, gera grín að gestunum og svona.“ Hann segir stemninguna hafa verið gríðarlega góða. Fólk hafi vissulega verið hissa en mikil stemning hafi skapast. „Maður fann það líka bara áður en að þetta byrjaði að það voru allir tilbúnir að redda hinu og þessu því það þurfti að redda öllu sem þarf að redda fyrir hefðbundið brúðkaup hér um bil. Svo voru bara allir rosalega glaðir og kátir í veislunni og athöfninni sjálfri. Þetta heppnaðist alveg stórkostlega.“ „Hafa talað um fermingar eða jafnvel erfidrykkjur“ Ísak segir hugmyndina að veislunni hafa fæðst í byrjun júní og skipulagning veislunnar hafi því tekið um einn og hálfan mánuð. „Þetta var alveg svolítið mál en það var margt fólk sem lagði hönd á plóg. Það voru allir tilbúnir til að græja og gera og við njótum þess að hafa mikið af hæfileikaríku fólki í vinahópnum sem gat tekið að sér allskonar hlutverk og reddingar.“ Einn meðlimur hópsins tók jafnframt að sér hlutverk æskuástar brúðarinnar og tók hann lagið fyrir brúðhjónin. Hann flutti lagið „Álfheiður Björk“ eftir Eyjólf Kristjánsson. „Það var ákveðinn kýtingur á milli hans og brúðgumans í veislunni,“ segir Ísak. Hann segir engar áætlanir liggja fyrir um að halda aðra veislu með svipuðu sniði. Tíminn verði bara að leiða það í ljós. „Menn hafa talað um fermingar eða jafnvel erfidrykkjur en akkúrat núna held ég að menn séu alveg búnir að fá sig fullsadda af svona skipulagningu í bili. En við sjáum hvort að stemningin verður orðin góð á næsta ári fyrir einhverju öðru,“ segir Ísak. Brúðhjónin að lokinni athöfn.Aðsend/Håkon Broder LundÞað er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér konunglega í veislunni.Aðsend/Håkon Broder LundÚr veislunni.Aðsend/Håkon Broder LundParið Fanndís Birna Logadóttir og Ingi Björn Grétarsson sem gripu vöndinn.Aðsend/Håkon Broder LundBrúðurin kastar brúðarvendinum.Aðsend/Håkon Broder LundTekið á móti brúðhjónunum.Aðsend/Håkon Broder LundTómas Guðjónsson, Oddur Þórðarson veislustjóri og Steinar Ingi Kolbeins ræðumaður.Aðsend/Håkon Broder LundÁhugamannakór vinahópsins flytur útgöngulagið fyrir brúðhjónin.Aðsend/Håkon Broder LundBrúðhjónin gefin saman af Sigurði Helga.Aðsend/Håkon Broder LundGylfi Þór Sigurðsson og Jón Birgir Eiríksson flytja lagið Álfheiður Björk.Aðsend/Håkon Broder Lund Tímamót Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Um 90 manna vinahópur hélt nú um helgina upp á sveitabrúðkaup þeirra Gumma og Urðar við mikinn fögnuð. Athöfnin fór fram í Oddakirkju rétt hjá Hvolsvelli og veislan á hóteli þar nærri. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að ungt par hafi ákveðið að ganga í það heilaga en það sem vekur athygli er að enginn gifti sig í raun og veru. Brúðhjónin voru í raun áhugaleikarar og vinahópurinn fékk hlutverk hinna ýmsu persóna í veislunni. Nokkrir meðlimir vinahópsins ákváðu í vor að taka sig til og skipuleggja veislu sem allra flestir meðlimir í þessum stóra vinahópi kæmust í. Þá kom ákveðin spurning upp. Við hvaða tilefni getur fólk kastað öllu frá sér á stuttum tíma, fengið frí í vinnu og pössun fyrir börnin? Svarið var að sjálfsögðu hjónavígsla og hófst þá undirbúningur þessarar stórglæsilegu brúðkaupsveislu. View this post on Instagram Besta dag í livið okkur #gurdur2020 A post shared by @ urduroggummi on Jul 25, 2020 at 12:26pm PDT „Ég er einn af góðum hópi manna og kvenna sem var að standa fyrir þessu sveitabrúðkaupi þar sem við í raun settum á svið brúðkaup, fengum leikara til að taka að sér hlutverk brúðhjóna. Hugmyndin kviknaði fyrst vegna þess að það er búið að vera að aflýsa brúðkaupum og enginn í vinahópnum er að fara að gifta sig í sumar. Við vildum henda í eitthvað gott kvöld með stórvinahópnum, það er langt síðan fólk kom allt saman,“ segir Ísak Einar Rúnarsson, einn skipuleggjenda veislunnar. Staðgengill prests verður hér eftir kallaður Sigurður hinn Helgi Út voru send boðskort í brúðkaup þeirra Gumma og Urðar – sem auðvitað enginn í hópnum kannaðist við – og hótel og kirkja voru tekin á leigu fyrir herlegheitin. Áhugaleikarar voru ráðnir í hlutverk brúðhjóna og prests og undirbúningur tónlistaratriða, ræðuhalda og annarra fastaliða í brúðkaupsveislum hófst. View this post on Instagram Best vinir okkur #gurdur2020 A post shared by @ urduroggummi on Jul 25, 2020 at 12:28pm PDT „Fólk vissi ekkert hvað á sig stóð veðrið þegar þetta kom í pósti. Við vorum ekki búin að láta þau vita að það stæði til að halda eitthvað brúðkaup og náttúrulega enginn þekkti þau sem ætluðu að gifta sig,“ segir Ísak. Á boðskortunum var svokallaður QR kóði sem fólk gat skannað og opnaðist þá viðburður á Facebook þar sem veislan var útskýrð. „Þá kom aðeins betur í ljós hvernig í pottinn var búið,“ segir Ísak. View this post on Instagram Kórdrengir fagna ástinni í brúðkaupi aldarinnar. #gurdur2020 photocred: @broderlund A post shared by Birkir Grétarsson (@birkirgretars) on Jul 27, 2020 at 5:57am PDT Þrátt fyrir að fæstir í hópnum vissu hverjir Gummi og Urður væru slógu flestir til og mættu prúðbúnir til kirkju. Hátt í áttatíu manns mættu til veislu sem haldin var á Hvolsvelli. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, leyfði hópnum að halda hjónavígsluna í kirkjunni og ávarpaði hún brúðkaupsgesti þegar til kirkju var komið. „Svo var einn úr hópnum, Sigurður Helgi, hér eftir kallaður Sigurður hinn Helgi sem tók að sér hlutverk prests og gaf þau bara í þykjustunni saman. Það var farið með alla ritninguna.“ View this post on Instagram #gurdur2020 A post shared by @ skurdur91 on Jul 26, 2020 at 12:47pm PDT „Svo var þetta bara með hefðbundnu sniði. Einn úr hópnum sem er píanóleikari, Jón Birgir Eiríksson, spilaði undir þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið og það var í raun í fyrsta skipti sem fólk sá hana. Einn úr vinahópnum leiddi hana inn, var með hlutverk föður brúðarinnar. Þau þekktu hann en ekki brúðina sjálfa.“ „Heppnaðist alveg stórkostlega“ Leikararnir sem fóru með hlutverk brúðhjóna, þau Fannar Arnarsson og Gréta Arnarsdóttir, voru í karakter allt kvöldið. „Þau blönduðu geði við gestina. Svo tóku þau lagið, sungu til hvors annars „Don‘t Go Breaking My Heart,“ Elton John dúettinn. Það var alveg geggjað!“ segir Ísak. Áhugamannakór vinahópsins, sem ber nafnið Miðkórinn, söng þegar brúðhjónin gengu út kirkjugólfið að lokinni „hjónavígslu“. Aðrir meðlimir hópsins höfðu fengið hin ýmsu hlutverk, hlutverk systur brúðarinnar og svaramanns og fluttu þau ræður um brúðhjónin og „kynni“ sín af þeim. „Þau bjuggu til baksögu fyrir brúðhjónin sem var þrædd inn í það sem vinahópurinn hefur gengið í gegn um saman þannig að það var hægt að tengja þau inn í alls konar atburði, gera grín að gestunum og svona.“ Hann segir stemninguna hafa verið gríðarlega góða. Fólk hafi vissulega verið hissa en mikil stemning hafi skapast. „Maður fann það líka bara áður en að þetta byrjaði að það voru allir tilbúnir að redda hinu og þessu því það þurfti að redda öllu sem þarf að redda fyrir hefðbundið brúðkaup hér um bil. Svo voru bara allir rosalega glaðir og kátir í veislunni og athöfninni sjálfri. Þetta heppnaðist alveg stórkostlega.“ „Hafa talað um fermingar eða jafnvel erfidrykkjur“ Ísak segir hugmyndina að veislunni hafa fæðst í byrjun júní og skipulagning veislunnar hafi því tekið um einn og hálfan mánuð. „Þetta var alveg svolítið mál en það var margt fólk sem lagði hönd á plóg. Það voru allir tilbúnir til að græja og gera og við njótum þess að hafa mikið af hæfileikaríku fólki í vinahópnum sem gat tekið að sér allskonar hlutverk og reddingar.“ Einn meðlimur hópsins tók jafnframt að sér hlutverk æskuástar brúðarinnar og tók hann lagið fyrir brúðhjónin. Hann flutti lagið „Álfheiður Björk“ eftir Eyjólf Kristjánsson. „Það var ákveðinn kýtingur á milli hans og brúðgumans í veislunni,“ segir Ísak. Hann segir engar áætlanir liggja fyrir um að halda aðra veislu með svipuðu sniði. Tíminn verði bara að leiða það í ljós. „Menn hafa talað um fermingar eða jafnvel erfidrykkjur en akkúrat núna held ég að menn séu alveg búnir að fá sig fullsadda af svona skipulagningu í bili. En við sjáum hvort að stemningin verður orðin góð á næsta ári fyrir einhverju öðru,“ segir Ísak. Brúðhjónin að lokinni athöfn.Aðsend/Håkon Broder LundÞað er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér konunglega í veislunni.Aðsend/Håkon Broder LundÚr veislunni.Aðsend/Håkon Broder LundParið Fanndís Birna Logadóttir og Ingi Björn Grétarsson sem gripu vöndinn.Aðsend/Håkon Broder LundBrúðurin kastar brúðarvendinum.Aðsend/Håkon Broder LundTekið á móti brúðhjónunum.Aðsend/Håkon Broder LundTómas Guðjónsson, Oddur Þórðarson veislustjóri og Steinar Ingi Kolbeins ræðumaður.Aðsend/Håkon Broder LundÁhugamannakór vinahópsins flytur útgöngulagið fyrir brúðhjónin.Aðsend/Håkon Broder LundBrúðhjónin gefin saman af Sigurði Helga.Aðsend/Håkon Broder LundGylfi Þór Sigurðsson og Jón Birgir Eiríksson flytja lagið Álfheiður Björk.Aðsend/Håkon Broder Lund
Tímamót Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira