Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 19:09 Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum sínum 17. júlí. Hluti þeirra verður nú endurráðinn. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira