Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 19:09 Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum sínum 17. júlí. Hluti þeirra verður nú endurráðinn. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira