Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. júlí 2020 21:42 Fjölnismenn stóðu í ströngu í kvöld en höfðu ekkert upp úr krafsinu gegn toppliði Vals. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. „Við erum mjög ósáttir að tapa á heimavelli,“ sagði Ásmundur en Fjölnir er í botnsætinu með aðeins þrjú stig eftir níu leiki, fimm stigum frá næsta örugga sæti eftir níu leiki. Rautt spjald sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk á 57. mínútu, fyrir að sparka í Hauk Pál Sigurðsson sem hafði brotið á honum í álitlegri skyndisókn, dró máttinn úr Fjölni í kvöld eftir góða byrjun í seinni hálfleik. „Þessi leikur spilaðist eins og mjög margir leikir hjá okkur. Eftir sex mínútur þá fáum við á okkur mark þar sem að við erum aðeins værukærir í föstu leikatriði. Þeir fá eins marks forskot þar. Svo erum við þokkalega líklegir til að koma til baka og eigum ágætis leik, þegar þeir fá eitt hraðaupphlaup. Einhverra hluta vegna missa dómararnir af því þegar að okkar leikmaður er sparkaður niður, þegar hann er á leiðinni til baka til að verjast, og þar með fær hann [Valgeir Lunddal Friðriksson] svolítið frítt hlaup,“ sagði Ásmundur. Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum.mynd/fjölnir Tveir leikmenn sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur, sem vildi ekki gera of mikið úr afdrifaríku sparki Ingibergs. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Ásmundur segist telja að Fjölnismenn eigi nokkuð inni sé það þannig að dómgæsla jafnist út yfir tímabilið: „Það er margt sem að gengur á hjá okkur og við höfum mætt ýmiss konar mótlæti. Það hefur fátt fallið með okkur. Ég veit að dómararnir eru að reyna að gera sitt besta og ef maður horfir yfir tímabilið þá oftast jafnast þetta út, en ef að það gerist þá lít ég svo á að við eigum helvíti mikið inni fyrir seinni hlutann. Við verðum bara að halda í trúna. Það eru ekki mörg stig upp í öruggt sæti en auðvitað verðum við að fara að vinna leiki og það er okkar hlutverk að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur, handviss um að annað mark Vals hefði ekki átt að standa: „Ég sá þetta mjög vel. Við töpuðum boltanum klaufalega og þeir „breika“ á okkur en það er alveg klárt að varnarmaðurinn okkar er hindraður í að komast til baka að verjast, af Valsara, og það hefur svolítið mikil áhrif.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 21:04