„Það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 11:00 Ingibergur Kort Sigurðsson slær Hauk Pál Sigurðsson. Jónatan Ingi Jónsson, dómari leiksins, kemur aðvífandi. Skömmu síðar lyfi hann rauða spjaldinu. vísir/stöð 2 sport Atli Viðar Björnsson segir að Fjölnismenn geti ekkert kvartað yfir rauða spjaldinu sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk í 1-3 tapinu fyrir Valsmönnum á Extra-vellinum í gær. Valur var 0-2 yfir í hálfleik en Jóhann Árni Gunnarsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir Fjölni á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar var Ingibergur rekinn af velli. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, reyndi tvisvar að brjóta á Ingibergi sem brást illa við og sló Hauk í bringuna. Jóhann Ingi Jónsson gaf Ingibergi rauða spjaldið og þátttöku hans í leiknum var því lokið. „Haukur gerir tvær tilraunir til að stoppa hann og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Það verðskuldar gult spjald. En það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt,“ sagði Atli Viðar í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Þeir voru komnir inn í leikinn og höfðu tækifæri til að stríða Völsurunum og jafna en hann missir hausinn og er réttilega sendur í bað.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Ingiberg Sigurður Egill Lárusson skoraði svo þriðja mark Vals á 1-3 og gulltryggði sigur gestanna. Með sigrinum fóru Valsmenn á topp Pepsi Max-deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar á botni hennar. Í viðtali Vísi eftir leikinn sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, að Ingibergi hefðu orðið á mistök. „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn KR á Meistaravöllum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur Grafarvogspilta er á móti ÍA á miðvikudaginn í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson segir að Fjölnismenn geti ekkert kvartað yfir rauða spjaldinu sem Ingibergur Kort Sigurðsson fékk í 1-3 tapinu fyrir Valsmönnum á Extra-vellinum í gær. Valur var 0-2 yfir í hálfleik en Jóhann Árni Gunnarsson minnkaði muninn í 1-2 fyrir Fjölni á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar var Ingibergur rekinn af velli. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, reyndi tvisvar að brjóta á Ingibergi sem brást illa við og sló Hauk í bringuna. Jóhann Ingi Jónsson gaf Ingibergi rauða spjaldið og þátttöku hans í leiknum var því lokið. „Haukur gerir tvær tilraunir til að stoppa hann og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Það verðskuldar gult spjald. En það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt,“ sagði Atli Viðar í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Þeir voru komnir inn í leikinn og höfðu tækifæri til að stríða Völsurunum og jafna en hann missir hausinn og er réttilega sendur í bað.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Rauða spjaldið á Ingiberg Sigurður Egill Lárusson skoraði svo þriðja mark Vals á 1-3 og gulltryggði sigur gestanna. Með sigrinum fóru Valsmenn á topp Pepsi Max-deildarinnar. Fjölnismenn eru hins vegar á botni hennar. Í viðtali Vísi eftir leikinn sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, að Ingibergi hefðu orðið á mistök. „Við erum í erfiðri stöðu í hálfleik, 2-0 undir, en leikurinn er svo aftur að jafnast, við minnkum muninn og erum þokkalega líklegir, þegar það kemur upp atvik þar sem að ítrekað er reynt að þruma okkar leikmann niður. Það tekst að lokum, hann er pirraður á eftir og gerir hlut sem að hann á ekki að gera. En þarna eru tveir leikmenn sem reyna að sparka í hvorn annan, annar fær gult en hinn rautt. Það þarf auðvitað að skilgreina reglurnar með það,“ sagði Ásmundur. „Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta. Það er klárt og hann veit það sjálfur.“ Næsti leikur Fjölnis er gegn KR á Meistaravöllum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur Grafarvogspilta er á móti ÍA á miðvikudaginn í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02