Guðlaugur gafst upp eftir síðasta fylleríið Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2020 12:32 Guðlaugur fer yfir síðustu tíu ár með Sölva Tryggvasyni. Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En Guðlaugur glímdi allt frá unga aldri við alls kyns djöfla sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. Búinn að brenna allar brýr „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Síðan þá hefur hann ekki snert áfengi og það hefur haldist í hendur við hans bestu ár í fótboltanum, enda er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.“ Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En Guðlaugur glímdi allt frá unga aldri við alls kyns djöfla sem flestir jafnaldrar hans í boltanum þurfa ekki að eiga við. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að uppeldi hans var sérstakt og hann gekk yngri systur sinni nánast í föðurstað barnungur. Sjálfur hrundi hann fyrir 7 árum og endaði inni á geðdeild. „Ég var búinn að vera að díla við mikla djöfla sjálfur og ég leitaði mér hjálpar um áramótin 2013/2014 á geðdeildinni á landsspítalanum og tók mér frí frá boltanum í 6 vikur þegar ég var í meðferð þar inni.” Guðlaugur er þakklátur fyrir að hafa leitað sér hjálpar, en líður þegar hann horfir til baka eins og hann hafi enn verið í ákveðinni afneitun: „Mér finnst aðeins eins og þetta hafi ekki verið alveg 100% heiðarlegt hjá mér. Aðeins eins og ég hafi verið að flýja eitthvað með því að fara þarna inn, en ekki misskilja mig, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa farið inn á geðdeildina og það gaf mér hjálp, en ég var ennþá í smá afneitun. Ég var kannski ekki jafntilbúinn og ég hélt og ég var enn að deyfa mig, hvort sem það var í spilavítum eða í drykkjunni og ég var enn að lifa í þessum óheiðarleika,“ segir Guðlaugur Victor. Hann segir að hið eiginlega bataferli hafi hafist fyrir alvöru rúmu hálfu ári síðar, þegar hann gafst upp eftir síðasta fylleríið sitt. Búinn að brenna allar brýr „Það var eftir síðasta fylleríið mitt, þar sem ég fór í „blackout” og gerði einhvern skandal. Fósturpabbi minn tók mig á tal, umboðsmaðurinn minn tók mig á tal, vinir mínir tóku mig á tal og ég var bara algjörlega búinn að brenna allar brýr,” segir Guðlaugur Síðan þá hefur hann ekki snert áfengi og það hefur haldist í hendur við hans bestu ár í fótboltanum, enda er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. „Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag.“ Í viðtalinu fara hann og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög