Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 12:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira