Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:02 Innanstokksmunir voru illa farnir eftir ránið enda hafði ýmislegt verið brotið með öxi. Vísir/Egill Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46