Bein útsending: Perseverance skotið af stað til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 11:00 Eldflaug United Launch Alliance á skotpalli í Flórída. AP/John Raoux Uppfært: Geimskotið virðist hafa heppnast vel og er Perseverance á braut um jörðu. Næsta skref er að koma því á leið til Mars. Samkvæmt áætlun á að lenda vélmenninu á plánetunni þann 18. febrúar. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og United Launch Alliance ætla að skjóta vélmenninu Perseverance af stað til Mars í dag. Þar verður vélmennið notað til að framkvæma ýmsar tilraunir á næstu árum. Meðal annars stendur til að fljúga fyrstu þyrlunni á annarri plánetu og leita ummerkja lífs á botni gígs þar sem stöðuvatn var að finna fyrir milljörðum ára. Perseverance verður einnig notað til að undirbúa mannaðar ferðir til Mars í framtíðinni. NASA segir Perseverance vera mun háþróaðra en önnur geimför sem hafi verið send til Mars. Vísindamennirnir og verkfræðingarnir sem þróuðu og byggðu farið byggðu á þeim lærdómi sem NASA hefur lært af því að senda fjölda annarra vélmenna til mars. Hér má lesa frekar um tækjabúnað vélmennisins og verkefni þess. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Útsendingin hófst klukkan ellefu og stendur til að skjóta geimflauginni á loft klukkan 11:50. Miðað við síðustu fregnir frá NASA er staðan góð fyrir geimskotið og eru verulega litlar líkur á því að geimskotinu verði frestað vegna veðurs. Perseverance á að lenda á Mars þann 18. febrúar. It's almost go time! Our @NASAPersevere rover is set to launch this morning to begin its journey to the Red Planet! 🚀 NASA TV coverage for our #CountdownToMars begins at 7am ET. Watch: https://t.co/mzKW5uV4hS pic.twitter.com/c1ub1Qg9Qw— NASA (@NASA) July 30, 2020 Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær. 20. júlí 2020 08:54 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Uppfært: Geimskotið virðist hafa heppnast vel og er Perseverance á braut um jörðu. Næsta skref er að koma því á leið til Mars. Samkvæmt áætlun á að lenda vélmenninu á plánetunni þann 18. febrúar. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og United Launch Alliance ætla að skjóta vélmenninu Perseverance af stað til Mars í dag. Þar verður vélmennið notað til að framkvæma ýmsar tilraunir á næstu árum. Meðal annars stendur til að fljúga fyrstu þyrlunni á annarri plánetu og leita ummerkja lífs á botni gígs þar sem stöðuvatn var að finna fyrir milljörðum ára. Perseverance verður einnig notað til að undirbúa mannaðar ferðir til Mars í framtíðinni. NASA segir Perseverance vera mun háþróaðra en önnur geimför sem hafi verið send til Mars. Vísindamennirnir og verkfræðingarnir sem þróuðu og byggðu farið byggðu á þeim lærdómi sem NASA hefur lært af því að senda fjölda annarra vélmenna til mars. Hér má lesa frekar um tækjabúnað vélmennisins og verkefni þess. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Útsendingin hófst klukkan ellefu og stendur til að skjóta geimflauginni á loft klukkan 11:50. Miðað við síðustu fregnir frá NASA er staðan góð fyrir geimskotið og eru verulega litlar líkur á því að geimskotinu verði frestað vegna veðurs. Perseverance á að lenda á Mars þann 18. febrúar. It's almost go time! Our @NASAPersevere rover is set to launch this morning to begin its journey to the Red Planet! 🚀 NASA TV coverage for our #CountdownToMars begins at 7am ET. Watch: https://t.co/mzKW5uV4hS pic.twitter.com/c1ub1Qg9Qw— NASA (@NASA) July 30, 2020
Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær. 20. júlí 2020 08:54 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00
Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49
Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær. 20. júlí 2020 08:54