Telur knattspyrnulið áfram geta æft Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 14:07 Skipulagðar æfingar lágu niðri um hríð í vor vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/BÁRA Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21