Innlent

Fermingar munu fara fram í haust

Sylvía Hall skrifar
Fermingar munu fara fram en með þeim takmörkunum sem eru í gildi.
Fermingar munu fara fram en með þeim takmörkunum sem eru í gildi. Vísir/Vilhelm

Með hertum fjöldatakmörkunum og endurkomu tveggja metra reglunnar er ljóst að athafnir innan Þjóðkirkjunnar verða með breyttum hætti til þess að öllum sóttvarnatilmælum verði fylgt. Þó er stefnt að því að ferma þau börn sem ekki gátu fermst í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni þar sem viðbrögð kirkjunnar við breyttum aðstæðum eru kynnt. Þar segir að kirkjan hafi lært mikið af faraldrinum í vetur sem komi að góðum notum nú þegar fjöldatakmarkanir eru strangari á ný.

Fermingarnar munu fara fram í samræmi við tilmæli og reglur yfirvalda til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Þjóðkirkjan leggur nú sem áður ríka áherslu á að hlíta reglum sóttvarnalæknis og vera umfram allt samverkamaður yfirvalda í baráttunni gegn þessum vágesti. Allt starf kirkjunnar verður sniðið eftir þeim reglum sem lúta að takmörkunum á samkomuhaldi, samskiptum og nálægð,“ segir í tilkynningu kirkjunnar.


Tengdar fréttir

Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun

Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×