„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. júlí 2020 20:56 „Mikilvægast er að geta gefið leiðbeiningar og tjáð sig. Þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni.“ Getty „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. Í tilefni alþjóðlega degi fullnægingarinnar sem er í dag, 31. júlí, heyrðum við í Siggu Dögg og spurðum nokkurra spurninga um fullnægingar og fullnægingarvanda. Með opnari umræðu segir Sigga að fólk sé meðvitaðra um mikilvægi þess að tjá sig en þó sé ýmislegt ennþá tabú varðandi kynlíf. „Fullnægingarvandi er ennþá svolítið tabú og eiginlega meira tabú hjá körlum en konum. Karlmenn hafa auðvitað áhyggjur ef þeir glíma við þennan vanda en þeir tala meira um risvandamál og áhyggjur af því að endast of stutt eða of lengi.“ Sigga segir of lítið talað um áhrif ýmissa geðlyfja á getu fólks til að fá fullnægingu, en það sé nokkuð algengt. „Bæði konur og karlar sem taka inn einhvernskonar geðlyf geta fundið fyrir þessum aukaverkunum, að eiga erfitt með að fá fullnægingu eða fá hana jafnvel ekki.“ En það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta kemur ekki í veg fyrir að það geti notið kynlífsins og að kynlíf er svo miklu, miklu meira en áfangastaðurinn, fullnæging, þetta snýst um allt ferðalagið. Örvunin byrjar í heilanum ekki á kynfærum Sigga segir einnig mikilvægt að fólk átti sig á því að undanfari kynlífsins byrjar í heilanum á okkur og kannski löngu áður en fólk stundar það. „Það er ekki hægt að bera örvunina saman hjá fólki sem er að byrja að stunda kynlíf þegar annar aðilinn er kannski búinn að vera að hugsa um kynlíf í tvo tíma en hinn ekki. Þetta snýst ekkert um það að vaða strax og hjakkast á kynfærum hvors annars strax til að upplifa örvunina, fólk þarf bara að taka sér tíma.“ Ef þú ætlar að búa til góða spagettísósu, þá tekur það ekki bara tíu mínútur. Hún þarf helst að malla svolítið svo að hún verði góð. Þetta virkar eins með kynlíf. Óþarfa pressa að báðir þurfi alltaf að fá fullnægingu „Þegar annar aðilinn fær það ekki þá er alltof algengt að fólk endurspegli sína frammistöðu út frá því. Konur hugsa, er ég ekki nógu sexy? Er ég ekki nógu sæt? Meðan karlmenn hugsa meira um það hvort að þeir hafi ekki staðið sig nógu vel. Þetta er alveg glatað og við eigum ekki að hugsa svona. Við berum ábyrgð á okkar fullnægingu og því að gefa bólfélaganum leiðbeiningar.“ Lykillinn að því að fá fullnægingu, fyrir utan dagsformið, er ákveðið sjálfsöryggi og að vera í trausti. Að ná að sleppa og njóta. Neikvæð sjálfsgagnrýni og óöryggi, segir Sigga oft koma í veg fyrir að að fólk nái að njóta kynlífsins og slaka á. Hún segir einnig að fólk falli í þá gryfju að halda að það sé einhver ein rétt tækni í kynlífi. „Fólk er alltof mikið að hugsa um einhverja tækni, það er engin ein étt tækni og svo mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Mikilvægast er að geta gefið leiðbeiningar og tjáð sig. Þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni. Þetta snýst um samskipti og ólíkar þarfir.“ Fullnæging er hluti af kynlífsferðalaginu en ekki áfangastaðurinn. Fólk gerir sér upp fullnægingu til að láta bólfélaganum líða vel með sig Við tölum um þá staðreynd að fólk geri sér upp fullnægingu í kynlífi og segir Sigga Dögg því miður það vera alltof algengt og þá sérstaklega hjá konum. „Konur eiga kannski erfiðara með að fá fullnægingu þegar þær byrja að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga og þá geta þær dottið í þá gryfju að gera sér hana upp. Þetta getur orðið algjör vítahringur ef sambandið heldur svo áfram. Hvenær eiga þær að hætta? Í svona aðstöðu er mjög mikilvægt að leyfa sér að taka tíma í kynlífið og þora að gefa leiðbeiningar. En þetta gerist líka hjá karlmönnum, af sömu ástæðu.“ En oftast er fólk líka að reyna fá kynlífið til að klárast fyrr og því feikar það fullnæginguna. Hvað með forleikinn, hversu mikilvægur er hann þegar kemur að þessu? „Ég er ekki endilega hrifin af því að nota orðið forleik. Þetta er allt ein samfelld sena og allt jafn mikilvægt. Fólk þarf bara að taka sér tíma og finna tenginguna og njóta. Að kyssast og gæla við kynfæri hvors annars þarf ekkert endilega að vera forleikur, þú ert ekkert allt í einu búin með það stig og svo yfir í næsta. Kynlífið getur verið kaflaskipt löng sena og alveg eins endað á kossum og putti eða strokum.“ Stærsti þátturinn er andlegur Hvað ráðleggur þú fólki sem er að upplifa vandamál tengd fullnægingum? „Ef að fólk fær ekki fullnægingu með sjálfsfróun eða hjálp kynlífstækja, þá ráðlegg ég fólki alltaf að hitta kynfræðing. Það er svo mikilvægt að átta sig á því hvar hausinn þinn er. Stærsti hlutinn af þessu er andlegur. Kynfærin eru í raun rosalega lítill hluti af kynlífi, stærsti hlutinn er heilinn. Við vitum að við getum fengið fullnægingu í svefni, segir það ekki allt sem segja þarf. Finnum út úr því hvar hausinn okkar er.“ Ekki skammast þín, ekki hafa samviskubit Sigga segir því miður fólk mjög oft upplifa skömm tengda kynlífi og það geti haft neikvæð áhrif á upplifun margra á kynlífi. Hún segir til dæmis að karlmenn þurfi alls ekki að líta á það sem einhverja ógn að konan vilji nota hjálpartæki til að eiga auðveldara með að fá fullnægingu. „Þessar græjur eru hannaðar af læknum til að hjálpa konum að fá'ða. Bólfélagar mega ekki móðgast yfir því, þetta getur bara verið mjög örvandi fyrir báða aðila og fólk ætti að vera opnara fyrir því að prófa að nota þau saman.“ Það eru svo margir sem glíma við kynlífstengda skömm. Skammast sín við að vilja nota kynlífstæki, fyrir að stunda sjálfsfróun, fyrir að fá'ða of hart, of hátt, of blautt eða of fljótt. Ekki skammast þín og alls ekki hafa samviskubit. Taktu þér tíma, tjáðu þig og leyfðu þér að gera það sem þú vilt. Aðsend mynd Rúmfræði Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú gert þér upp fullnægingu? Það er alls ekki algilt að kynlíf milli tveggja einstaklinga endi með fullnægingu enda ætti fullnægingin sjálf kannski ekki að vera meginmarkmið kynlífsins, heldur nándin og nautnin við hverja snertingu. 30. júlí 2020 07:48 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. Í tilefni alþjóðlega degi fullnægingarinnar sem er í dag, 31. júlí, heyrðum við í Siggu Dögg og spurðum nokkurra spurninga um fullnægingar og fullnægingarvanda. Með opnari umræðu segir Sigga að fólk sé meðvitaðra um mikilvægi þess að tjá sig en þó sé ýmislegt ennþá tabú varðandi kynlíf. „Fullnægingarvandi er ennþá svolítið tabú og eiginlega meira tabú hjá körlum en konum. Karlmenn hafa auðvitað áhyggjur ef þeir glíma við þennan vanda en þeir tala meira um risvandamál og áhyggjur af því að endast of stutt eða of lengi.“ Sigga segir of lítið talað um áhrif ýmissa geðlyfja á getu fólks til að fá fullnægingu, en það sé nokkuð algengt. „Bæði konur og karlar sem taka inn einhvernskonar geðlyf geta fundið fyrir þessum aukaverkunum, að eiga erfitt með að fá fullnægingu eða fá hana jafnvel ekki.“ En það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta kemur ekki í veg fyrir að það geti notið kynlífsins og að kynlíf er svo miklu, miklu meira en áfangastaðurinn, fullnæging, þetta snýst um allt ferðalagið. Örvunin byrjar í heilanum ekki á kynfærum Sigga segir einnig mikilvægt að fólk átti sig á því að undanfari kynlífsins byrjar í heilanum á okkur og kannski löngu áður en fólk stundar það. „Það er ekki hægt að bera örvunina saman hjá fólki sem er að byrja að stunda kynlíf þegar annar aðilinn er kannski búinn að vera að hugsa um kynlíf í tvo tíma en hinn ekki. Þetta snýst ekkert um það að vaða strax og hjakkast á kynfærum hvors annars strax til að upplifa örvunina, fólk þarf bara að taka sér tíma.“ Ef þú ætlar að búa til góða spagettísósu, þá tekur það ekki bara tíu mínútur. Hún þarf helst að malla svolítið svo að hún verði góð. Þetta virkar eins með kynlíf. Óþarfa pressa að báðir þurfi alltaf að fá fullnægingu „Þegar annar aðilinn fær það ekki þá er alltof algengt að fólk endurspegli sína frammistöðu út frá því. Konur hugsa, er ég ekki nógu sexy? Er ég ekki nógu sæt? Meðan karlmenn hugsa meira um það hvort að þeir hafi ekki staðið sig nógu vel. Þetta er alveg glatað og við eigum ekki að hugsa svona. Við berum ábyrgð á okkar fullnægingu og því að gefa bólfélaganum leiðbeiningar.“ Lykillinn að því að fá fullnægingu, fyrir utan dagsformið, er ákveðið sjálfsöryggi og að vera í trausti. Að ná að sleppa og njóta. Neikvæð sjálfsgagnrýni og óöryggi, segir Sigga oft koma í veg fyrir að að fólk nái að njóta kynlífsins og slaka á. Hún segir einnig að fólk falli í þá gryfju að halda að það sé einhver ein rétt tækni í kynlífi. „Fólk er alltof mikið að hugsa um einhverja tækni, það er engin ein étt tækni og svo mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Mikilvægast er að geta gefið leiðbeiningar og tjáð sig. Þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni. Þetta snýst um samskipti og ólíkar þarfir.“ Fullnæging er hluti af kynlífsferðalaginu en ekki áfangastaðurinn. Fólk gerir sér upp fullnægingu til að láta bólfélaganum líða vel með sig Við tölum um þá staðreynd að fólk geri sér upp fullnægingu í kynlífi og segir Sigga Dögg því miður það vera alltof algengt og þá sérstaklega hjá konum. „Konur eiga kannski erfiðara með að fá fullnægingu þegar þær byrja að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga og þá geta þær dottið í þá gryfju að gera sér hana upp. Þetta getur orðið algjör vítahringur ef sambandið heldur svo áfram. Hvenær eiga þær að hætta? Í svona aðstöðu er mjög mikilvægt að leyfa sér að taka tíma í kynlífið og þora að gefa leiðbeiningar. En þetta gerist líka hjá karlmönnum, af sömu ástæðu.“ En oftast er fólk líka að reyna fá kynlífið til að klárast fyrr og því feikar það fullnæginguna. Hvað með forleikinn, hversu mikilvægur er hann þegar kemur að þessu? „Ég er ekki endilega hrifin af því að nota orðið forleik. Þetta er allt ein samfelld sena og allt jafn mikilvægt. Fólk þarf bara að taka sér tíma og finna tenginguna og njóta. Að kyssast og gæla við kynfæri hvors annars þarf ekkert endilega að vera forleikur, þú ert ekkert allt í einu búin með það stig og svo yfir í næsta. Kynlífið getur verið kaflaskipt löng sena og alveg eins endað á kossum og putti eða strokum.“ Stærsti þátturinn er andlegur Hvað ráðleggur þú fólki sem er að upplifa vandamál tengd fullnægingum? „Ef að fólk fær ekki fullnægingu með sjálfsfróun eða hjálp kynlífstækja, þá ráðlegg ég fólki alltaf að hitta kynfræðing. Það er svo mikilvægt að átta sig á því hvar hausinn þinn er. Stærsti hlutinn af þessu er andlegur. Kynfærin eru í raun rosalega lítill hluti af kynlífi, stærsti hlutinn er heilinn. Við vitum að við getum fengið fullnægingu í svefni, segir það ekki allt sem segja þarf. Finnum út úr því hvar hausinn okkar er.“ Ekki skammast þín, ekki hafa samviskubit Sigga segir því miður fólk mjög oft upplifa skömm tengda kynlífi og það geti haft neikvæð áhrif á upplifun margra á kynlífi. Hún segir til dæmis að karlmenn þurfi alls ekki að líta á það sem einhverja ógn að konan vilji nota hjálpartæki til að eiga auðveldara með að fá fullnægingu. „Þessar græjur eru hannaðar af læknum til að hjálpa konum að fá'ða. Bólfélagar mega ekki móðgast yfir því, þetta getur bara verið mjög örvandi fyrir báða aðila og fólk ætti að vera opnara fyrir því að prófa að nota þau saman.“ Það eru svo margir sem glíma við kynlífstengda skömm. Skammast sín við að vilja nota kynlífstæki, fyrir að stunda sjálfsfróun, fyrir að fá'ða of hart, of hátt, of blautt eða of fljótt. Ekki skammast þín og alls ekki hafa samviskubit. Taktu þér tíma, tjáðu þig og leyfðu þér að gera það sem þú vilt. Aðsend mynd
Rúmfræði Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú gert þér upp fullnægingu? Það er alls ekki algilt að kynlíf milli tveggja einstaklinga endi með fullnægingu enda ætti fullnægingin sjálf kannski ekki að vera meginmarkmið kynlífsins, heldur nándin og nautnin við hverja snertingu. 30. júlí 2020 07:48 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hefur þú gert þér upp fullnægingu? Það er alls ekki algilt að kynlíf milli tveggja einstaklinga endi með fullnægingu enda ætti fullnægingin sjálf kannski ekki að vera meginmarkmið kynlífsins, heldur nándin og nautnin við hverja snertingu. 30. júlí 2020 07:48
Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00
Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00