„Ef við pössum ekki í íþróttina þá munum við breyta henni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 12:00 Megan Rapinoe er rödd nýjustu Nike-auglýsingarinnar. Brad Smith/Getty Images Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira