„Ef við pössum ekki í íþróttina þá munum við breyta henni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 12:00 Megan Rapinoe er rödd nýjustu Nike-auglýsingarinnar. Brad Smith/Getty Images Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020 Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Sjá meira
Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020
Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Sjá meira