Guðni Th. Jóhannesson forseti og eiginkona hans Eliza Reid hafa sett hús sitt við Tjarnastíg 11 á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð er 92,9 milljónir króna.
Forsetahjónin leigðu húsið út eftir að Guðni var kjörinn forseti Íslands en hann verður settur í embætti forseta Íslands öðru sinni í dag við hátíðlega athöfn í alþingishúsinu.
Húsið er 249 fermetrar og byggt árið 1945. Í húsinu eru átta herbergi, fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Stór garður er við húsið og hefur það verið endurnýjað á undanförnum árum.
Fréttastofa ræddi við Guðna að morgni 26. júní 2016 á heimili hans eftir að hann hafði borið sigur úr býtum í forsetakosningum það árið.
Hér að neðan má sjá myndir af húsinu.








