Íslenski boltinn

ÍBV eina liðið sem virðist geta skorað á Greifavelli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víðir Þorvarðarson var á skotskónum í sigri ÍBV á KA.
Víðir Þorvarðarson var á skotskónum í sigri ÍBV á KA. Vísir/Bára

Henry Birgir Gunnarsson og félagar í Mjólkurbikarmörkunum fóru yfir sigur ÍBV á KA er liðin mættust á Greifavelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn var hin mesta skemmtun en framlengja þurfti eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

Mörkin og umræður um ÍBV má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Gleði og gaman hjá ÍBV

Í uppbótartíma skoruðu gestirnir frá Vestmannaeyjum tvívegis en Helgi Sigurðsson - þjálfari liðsins - leyfði sér að geyma Gary Martin á varamannabekknum allt þangað til á 72. mínútu leiksins.

„Ég grínast oft með að kalla hann eigandann, hann Daníel Geir Moritz. Hann kemur þarna inn, ásamt Helga Sig og knattspyrnuráðinu í Eyjum þá eru þeir búnir að stokka flott upp í þessu.“

„Portúgalinn í fyrra [Pedro Hipólító] kom auðvitað með haug af slökum erlendum leikmönnum. Þeir eru búnir að hreinsa þetta út og komnir með fína íslenska leikmenn í bland við sterka erlenda leikmenn. Eins og þeir þreytast ekki að segja frá á samfélagsmiðlum þá enduðu þeir leikinn með Gary Martin og tíu Eyjamenn sem er bara mjög flott,“ sagði Hjörvar Hafliðason, annar af sérfræðingum þáttarins.


Tengdar fréttir

„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“

Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×