Í lífshættu eftir að hafa smakkað íslenskan orkudrykk Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. ágúst 2020 19:24 Brynja fékk alvarlegt ofnæmiskast eftir að hafa tekið sopa af drykknum. Vísir/Aðsend Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja. Neytendur Orkudrykkir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja.
Neytendur Orkudrykkir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira