Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 12:00 Guðni er bjartsýnn á að Íslandsmótið geti haldið áfram. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00
Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30
Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57
Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30