Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 12:00 Guðni er bjartsýnn á að Íslandsmótið geti haldið áfram. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net sem er á dagskrá X-ins 977 alla laugardaga. „Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar,“ sagði Guðni meðal annars. Þar vitnar hann í tilmæli sóttvarnarlæknis sem ÍSÍ hefur ítrekað við sérsambönd sín. Stefnt er að því að fresta öllum æfingum og keppnum sem innihalda snertingu til 13. ágúst hið minnsta. KSÍ hefur sem stendur frestað öllu til 5. ágúst og vill helst ekki þurfa fresta enn frekar. Þá mun sambandið funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni er bjartsýnn á framhaldið. Það er að hægt verði að klára Íslandsmótið. „Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um 1-2 vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Lykilatriðið er að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði.“ „Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið.“ KSÍ hefur gefið út að ekki þurfi að leika alla leikina til að skera úr um hver endi uppi sem sigurvegari. Þá segir Guðni að nóvember sé hálfgerður varamánuður. „Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 19:00
Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30
Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57
Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30