Forseti Barcelona segir ómögulegt að fjárfesta í Neymar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 16:15 Við sjáum Neymar líklega ekki í treyju Barcelona á næstunni. EPA/ALEJANDRO GARCIA Josep Maria Bartomeu – forseti spænska stórveldisins Barcelona – segir ómögulegt fyrir félagið að fjárfesta í brasilísku stórstjörnunni Neymar sökum kórónufaraldursins. Alls varð Barcelona af rúmlega 200 milljónum evra vegna faraldursins. „Þetta hefur áhrif á öll stóru liðin í Evrópu og mun endast í örugglega þrjú til fjögur ár,“ sagði Bartomeu við spænska blaðið Sport. Neymar varð dýrasti leikmaður sögunnar þegar Paris Saint-Germain eyddi litlum 222 milljónum evra í leikmanninn sumarið 2017. Það gera vel rúmlega 35 milljarða íslenskra króna. Börsungar reyndu svo að klófesta leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir. The Covid-19 pandemic has made it "unfeasible" for Barcelona to re-sign Neymar from PSG, according to the Catalan club's president.In full: https://t.co/0BdLA1yjKx#bbcfootball pic.twitter.com/hvWyn5f1Ll— BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2020 Nú virðist sem ekkert verði af því að Neymar snú aftur á Camp Nou. Börsungar hafa einfaldlega ekki efni á honum. Þá eru möguleg kaup liðsins á Lautaro Martinez – framherja Inter Milan á Ítalíu – einnig í hættu. Bartomeu hefur verið forseti Barca frá árinu 2014 og er svartsýnn á komandi tímabil. „Ef hlutirnir skána ekki þá verða engir áhorfendur, engar safnferðir, engar búðir opnar og við höldum áfram að tapa peningum. Það neyðir okkur til að vera mjög skynsöm og eyða aðeins í það sem við nauðsynlega þurfum,“ sagði forsetinn og átti þar við um leikmannakaup félagsins. Það verður þó seint sagt að Börsungar hafi haldið þétt um budduna en þeir hafa eytt gífurlegum fjármunum undanfarin ár. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Josep Maria Bartomeu – forseti spænska stórveldisins Barcelona – segir ómögulegt fyrir félagið að fjárfesta í brasilísku stórstjörnunni Neymar sökum kórónufaraldursins. Alls varð Barcelona af rúmlega 200 milljónum evra vegna faraldursins. „Þetta hefur áhrif á öll stóru liðin í Evrópu og mun endast í örugglega þrjú til fjögur ár,“ sagði Bartomeu við spænska blaðið Sport. Neymar varð dýrasti leikmaður sögunnar þegar Paris Saint-Germain eyddi litlum 222 milljónum evra í leikmanninn sumarið 2017. Það gera vel rúmlega 35 milljarða íslenskra króna. Börsungar reyndu svo að klófesta leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir. The Covid-19 pandemic has made it "unfeasible" for Barcelona to re-sign Neymar from PSG, according to the Catalan club's president.In full: https://t.co/0BdLA1yjKx#bbcfootball pic.twitter.com/hvWyn5f1Ll— BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2020 Nú virðist sem ekkert verði af því að Neymar snú aftur á Camp Nou. Börsungar hafa einfaldlega ekki efni á honum. Þá eru möguleg kaup liðsins á Lautaro Martinez – framherja Inter Milan á Ítalíu – einnig í hættu. Bartomeu hefur verið forseti Barca frá árinu 2014 og er svartsýnn á komandi tímabil. „Ef hlutirnir skána ekki þá verða engir áhorfendur, engar safnferðir, engar búðir opnar og við höldum áfram að tapa peningum. Það neyðir okkur til að vera mjög skynsöm og eyða aðeins í það sem við nauðsynlega þurfum,“ sagði forsetinn og átti þar við um leikmannakaup félagsins. Það verður þó seint sagt að Börsungar hafi haldið þétt um budduna en þeir hafa eytt gífurlegum fjármunum undanfarin ár.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira