Sonný sú eina á þessari öld | Haldið hreinu í meira en helming leikja sinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. ágúst 2020 17:00 Sonný Lára fagnar með samherjum sínum sumarið 2018, þegar Blikar urðu síðast Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.* Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Breiðablik hefur byrjað Íslandsmótið frábærlega. Tveggja vikna sóttkví – eftir að mótið var farið af stað – virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Eftir sjö umferðir er liðið á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Þá hefur liðið skorað 28 mörk og á enn eftir að fá á sig mark. Sonný Lára Þráinsdóttir – markvörður og fyrirliði Breiðabliks – hefur staðið á milli stanganna líkt og undanfarin ár. Hún hefur aldrei byrjað tímabil betur en Blikaliðið á þó enn töluvert í land með því að jafna eigið met en liðið hélt hreinu 12 deildarleiki í röð sumarið 2015. Blikar fengu aðeins á sig fjögur mörk það sumarið og ef fer sem horfir gæti Sonný bætt eigið met. Það er ef Íslandsmótið fer aftur af stað, KSÍ frestað öllum leikjum til 5. ágúst á meðan Íþrótta- og Ólympíusamband vill fresta öllum æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst hið minnsta. Síðan Sonný Lára gekk í raðir Breiðabliks árið 2014 þá hefur hún spilað alls 114 deildarleiki fyrir félagið. Af þeim hefur hún leikið 67 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 64 mörk í þessum 114 leikjum. Þá er tölfræðin í raun enn lygilegri ef hún er miðuð við komu Þorsteins Halldórssonar í Kópavogsins. Síðan Þorsteinn tók við sem þjálfari Breiðabliks hefur Sonný leikið 97 deildarleiki. Í þeim hefur Sonný spilað 60 leiki án þess að fá á sig mark. Hefur hún aðeins fengið á sig 48 mörk í leikjunum. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, og Sonný Lára ræða saman. Sonný á að baki sjö landsleiki, þar af komu þrír á síðasta ári.Vísir/Bára Það verður forvitnilegt að sjá hvort Blikar bæti eigið met en sem stendur eru allar líkur á því. *Fréttin hefur verið uppfærð.*
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00 Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna hefur skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum. 30. júlí 2020 18:00
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti