Lífeyrissjóðir hvattir til að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 2. ágúst 2020 16:32 Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna finnur engar skýringar á tilmælum Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira