Hafa beðið belgísk lögregluyfirvöld um aðstoð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 18:10 Konráðs Hrafnkelssonar hefur verið saknað síðan á fimmtudagsmorgun. Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com
Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira