Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 23:30 Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Vísir/vilhelm Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2. Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2.
Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55