Enski boltinn

Sjáðu ótrúlegt mark Bryan og fagnaðarlæti Fulham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Fulham munu eflaust fagna langt fram eftir nóttu.
Leikmenn Fulham munu eflaust fagna langt fram eftir nóttu. Shaun Botterill/Getty Images

Fulham tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri á Brentford í kvöld er liðin mættust í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni. Liðin sem enda í 3. til 6. sæti leika innbyrðis um síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni. 

Leikið var á tómum Wembley og andrúmsloftið eftir því. Leikurinn fór alla leið í framlengingu en fyrsta mark leiksins kom á 105. mínútu. Það var stórbrotið eins og má sjá hér að neðan. Bryan skoraði annað mark Fulham þegar skammt var eftir af leiknum og því var mark Brentford í uppbótartíma ekkert nema sárabótarmark sem engu skipti.

Fulham vann leikinn því 2-1 og fylgir Leeds United og West Bromwich Albion upp um deild.

Klippa: Mörkin er Fulham tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni

Scott Parker stýrði liðinu þar með upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta heila tímabili sem aðalþjálfari en hann tók við eftir að Claudio Ranieri var rekinn í febrúar á síðasta ári. Liðið skítféll úr úrvalsdeildinni en er nú komið aftur í deild þeirra bestu. 

Klippa: Sjáðu fagnaðarlæti Fulham

Parker var - eðlilega - tolleraður í fagnaðarlátunum.

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon lék á sínum tíma með Joe Bryan hjá Bristol City. Hann var ánægður með sinn mann í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×