Leikmenn WNBA styðja karlmann í því að ná þingsæti af konu sem á eitt liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:30 Sue Bird átti hugmyndina að „Kjósið Warnock“ bolunum og hér sést hún í einum slíkum á leik. Getty/ Julio Aguilar Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020 NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira