300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 10:13 Sprengingin var gríðarlega kraftmikil og fundust skjálftar hennar vegna á Kýpur, sem er í um 200 kílómetra fjarlægð. AP/Hussein Malla Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30